26.05.2020 16:00

140. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 þann 26.maí 2020 kl. 16:00.

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Jóhann Birnir Guðmundsson, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Erindi frá fimleikadeild Keflavíkur (2020050399)

Linda Hlín Heiðarsdóttir og Halldóra Hreinsdóttir fulltrúar fimleikadeildar Keflavíkur komu og sögðu frá skemmdum á Fiber áhaldi sem þau eru að nota í hópfimleikum sem gæti þýtt brottfall úr deildinni. Deildin getur ekki staðið fyrir hópfimleikum á komandi tímabili verði ekki bætt úr.
ÍT ráð þakkar fyrir góða kynningu en þar sem að framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun er ekki hægt að verða við þessari beiðni að sinni. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2021.

2. Íþróttahreyfingin og Covid-19 (2020040039)

Einar Haraldsson formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur og Garðar Newman gjaldkeri aðalstjórnar Keflavíkur komu og fylgdu eftir fjárhagsáhyggjum félagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Einari og Garðari fyrir góða kynningu á fjárhagsstöðu félagsins. Mikilvægt er að ÍT ráð sé upplýst reglulega um stöðuna á næstu mánuðum.
Íþrótta- og tómstundaráð hefur ekki fjármagn á fjárhagsáætlun en skilur mjög vel fjárhagsvanda íþróttafélaganna enda hefur orðið tekjuhrap vegna Covid 19. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að Keflavík íþrótta- og ungmennafélag fái úthlutað 14.000.000 kr. og Ungmennafélag Njarðvíkur 8.000.000 kr. til að tryggja að nauðsynlegt íþróttastarf geti farið fram í sveitarfélaginu.
Flestir styrktaraðilar hafa dregið saman seglin og tekjur af Nettómóti sem og öðrum fjáröflunum hafa ekki skilað sér til félaganna sökum þessa erfiða ástands sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði.

3. Áskorun UMFN um að flýta byggingu íþróttahúss við Afreksbraut (2019050297)

Ólafur Eyjólfsson formaður Ungmennafélags Njarðvíkur óskar eftir að nýtt íþróttahús við Afreksbraut verði sett í forgang.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir mikilvægi þess að flýta framkvæmdum við nýtt íþróttahús við Afreksbraut. Í bókun ÍT ráðs 18. júní 2019 um stefnumótun í íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ kemur fram að árið 2021 verði hafist handa við hönnun á fjölnotaíþróttahúsi við Afreksbraut. Ráðið telur eðlilegt að flýta þessari vinnu eins og kostur er.

Fylgigögn:

Áskorun UMFN að flýta byggingu íþróttahúss við Afreksbraut

4. Sumar í Reykjanesbæ 2020 (2020050405)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir fjölbreytt úrval námskeiða sem boðið er upp á fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ sumarið 2020. Námskeiðin eru auglýst á vefnum sumar.rnb.is

Fylgigögn:

Auglýsing

5. Reykjanesbær á tímum Covid-19 (2020050406)

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir nokkrar vel heppnaðar aðgerðir Reykjanesbæjar á tímum Covid-19.

Fylgigögn:

Reykjanesbær á tímum Covid-19

6. Beiðni GS um styrk vegna GSÍ móta 2020 (2020050409)

Íþrótta- og tómstundaráð getur ekki orðið við erindinu. Vísað til umræðu um fjárhagsáætlun fyrir 2021.

7. Nýja útisvæði sundmiðstöð

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2020.