146. fundur

14.01.2021 16:30

146. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 14. janúar 2021 kl. 16.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir, formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Alexander Ragnarsson, Birgir Már Bragason, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi.

1. Samningur um rekstur og umsjón púttvalla í Reykjanesbæ við GS 2021 (2021010212)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

2. Samningur um rekstur íþróttasvæða við stjórn knattspyrnudeild Keflavíkur 2021 (2021010210)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

3. Samningur um rekstur íþróttasvæða við stjórn knattspyrnudeildar UMFN 2021 (2021010211)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

4. Samningur um aðgang að hvatagreiðslukerfi Reykjanesbæjar (2021010239)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

Fylgigögn:

Samningur um aðild að hvatagreiðslukerfi Reykjanesbæjar

5. Reglur um hvatagreiðslur Reykjanesbæjar (2021010240)

Reglur um hvatagreiðslur lagðar fram og samþykktar.

Fylgigögn:

Reglur um hvatagreiðslur Reykjanesbæjar
Auglýsing um nýtt fyrirkomulag á hvatagreiðslum

6. Íþróttahreyfingin og Covid-19 (2020040039)

Einar Haraldsson formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Garðar Newman gjaldkeri aðalstjórnar Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Ólafur Eyjólfsson formaður UMFN og Jenný Lárusdóttir framkvæmdastjóri UMFN fóru yfir erfiða fjárhagsstöðu íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir fjárhagsáhyggjur forsvarsaðila íþróttahreyfingarinnar sem hafa orðið fyrir mjög miklu tekjufalli sökum Covid-19. Mikilvægt er að íþróttahreyfingin geti haldið áfram öflugum rekstri og sinnt iðkendum á eðlilegan máta. ÍT ráð leggur mikla áherslu á að þekking og reynsla þjálfara og starfsfólks innan hreyfingarinnar verði varin og störf þeirra tapist ekki. ÍT ráð leggur áherslu á að félögin sæki um þá styrki sem nú eru í boði af hálfu stjórnvalda og heitir samvinnu og stuðningi bæjarfélagsins eftir fremsta megni.

7. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði æskulýðs- og/eða mannúðarsamtaka (2021010243)

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt reglur sem heimila sveitarfélaginu að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi æskulýðs- og/eða mannúðarsamtaka sem ekki er rekin í ágóðaskyni, sbr. heimild í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Styrkur til greiðslu fasteignaskatts getur að hámarki numið upphæð álagðs fasteignaskatts fyrir árið 2021. Styrkur til greiðslu fasteignaskatts af lóð reiknast í sama hlutfalli og af húsnæði. Sjá nánar í reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Stjórnsýsla: Reglur.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2021. Með umsókn skal fylgja ársreikningur 2020, lög félagsins og stutt greinargerð um starfsemina. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is – merkt Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Fylgigögn:

Auglýsing um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2021

8. Lífshlaupið 2021 (2021010258)

Íþrótta- og tómstundaráð hvetur stofnanir Reykjanesbæjar, fyrirtæki og einstaklinga til að vera með í Lífshlaupinu sem hefst 3. febrúar nk.

Fylgigögn:

Auglýsing um Lífshlaupið 2021

9. Menningarstefna Reykjanesbæjar – beiðni um umsögn.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir metnaðarfull drög að menningarstefnu.

10. Nettómótinu 2021 aflýst (2021010320)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir upplýsingarnar og telur að um skynsamlega ákvörðun sé að ræða í ljósi aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid-19. Megi Nettómótið blómstra árið 2022.

Fylgigögn:

Tilkynning um aflýsingu Nettómótsins 2021


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. janúar 2021.