- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs boðaði forföll.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB fór yfir stefnur og áherslur sem hafa verið ræddar að undanförnu innan bandalagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Guðbergi fyrir góða kynningu.
Fylgigögn:
Kynning á Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar
Boð á vígslu gerivgrasvallar og borðtennisaðstöðu 29. september nk.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar knattspyrnuhreyfingunni til hamingju með nýja völlinn vestan Nettóhallar.
Boð á vígslu gerivgrasvallar og borðtennisaðstöðu 29. september nk.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar borðtennisfélagi Reykjanesbæjar til hamingju með nýju aðstöðuna fyrir borðtennisfélagið sem staðsett er á Hringbraut 125.
Boðsbréf lagt fram.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar golfklúbbi Suðurnesja velfarnaðar við að innrétta nýju aðstöðuna sem vonandi verður tilbúin síðar á árinu.
Davíð Már Gunnarsson og Ólafur Bergur Ólafsson kynntu framtíðarsýn frístundamiðstöðvarinnar við Hafnargötu 88. Um er að ræða metnaðarfullar hugmyndir sem verða kynntar fyrir bæjarstjórn þann 7.október nk.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar Davíð og Ólafi fyrir góða kynningu.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti helstu áherslur í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Líkt og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. september sl. þar sem hagræðingarkrafa er gerð á allar stofnanir og deildir Reykjanesbæjar vill íþrótta- og tómstundaráð minna á mikilvægi þess að standa vörð um hið mikilvæga íþrótta- og tómstundastarf sem boðið er upp á í Reykjanesbæ.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB fylgdi úr hlaði erindi frá ÍRB um hækkun á samningi vegna þjálfarastyrkja.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB fylgdi úr hlaði erindi frá ÍRB um kaup á húsnæði undir starfsemi Knarrar.
Vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2022.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti dagskrá Reykjanesbæjar í heilsu- og forvarnarvikunni sem fer fram 4. – 10. október. nk.
Fylgigögn:
Dagskrá heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ
Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu 2022.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. október 2021.