- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu sjóða hjá ÍT en allir sjóðirnir eru undir þeim fjárheimildum sem eru veittar samkvæmt núgildandi fjárhagsáætlun.
Skýrsla vallarstjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur lögð fram og samþykkt.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða skýrslu og vel unnin störf.
Erindi frá íbúa um hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum geti staðið saman að byggingu Skautahallar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir erindið. Ráðið telur í ljósi hagræðingar hjá sveitarfélaginu að ekki sé raunhæft að skoða hugmyndina að þessu sinni.
Erindi frá barna og unglingaráði körfuknattleiksdeildar UMFN um fjárstuðning vegna móttöku á spænska félaginu Paderna en verkefnið er liður í því að styðja við körfuknattleik stúlkna. Erindið rúmast í ár innan fjárheimilda íþrótta- og afrekssjóðs. Vegna Covid-19 hafa færri iðkendur sótt í íþrótta- og afrekssjóð Reykjanesbæjar vegna ferða erlendis. Þar af leiðandi er kleift að styðja við þetta mikilvæga verkefni sem spornar við brottfalli stúlkna í körfuknattleik.
Á þeim forsendum samþykkir ÍT ráð beiðni UMFN um fjárstuðning og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afgreiða erindið.
Ársskýrsla KFUM og KFUK lögð fram og samþykkt. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinargóða skýrslu.
Fylgigögn:
Ársskýrsla KFUM og KFUK 2020-2021
Viðbragðsáætlun lögð fram.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar þeim starfsmönnum sem komu að gerð viðbragðsáætlunarinnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.