155. fundur

07.12.2021 16:30

155. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn í fjarfundi á Teams þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 16.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Staða sjóða hjá ÍT 2021 (2021230062)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu sjóða hjá ÍT en allir sjóðirnir eru undir þeim fjárheimildum sem eru veittar samkvæmt núgildandi fjárhagsáætlun.

2. Skýrsla vallarstjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur sumarið 2021 (2021040105)

Skýrsla vallarstjóra knattspyrnudeildar Keflavíkur lögð fram og samþykkt.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða skýrslu og vel unnin störf.

3. Skautahöll á Suðurnesjum (2021110269)

Erindi frá íbúa um hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum geti staðið saman að byggingu Skautahallar.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir erindið. Ráðið telur í ljósi hagræðingar hjá sveitarfélaginu að ekki sé raunhæft að skoða hugmyndina að þessu sinni.

4. Erindi barna og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFN (2021020003)

Erindi frá barna og unglingaráði körfuknattleiksdeildar UMFN um fjárstuðning vegna móttöku á spænska félaginu Paderna en verkefnið er liður í því að styðja við körfuknattleik stúlkna. Erindið rúmast í ár innan fjárheimilda íþrótta- og afrekssjóðs. Vegna Covid-19 hafa færri iðkendur sótt í íþrótta- og afrekssjóð Reykjanesbæjar vegna ferða erlendis. Þar af leiðandi er kleift að styðja við þetta mikilvæga verkefni sem spornar við brottfalli stúlkna í körfuknattleik.

Á þeim forsendum samþykkir ÍT ráð beiðni UMFN um fjárstuðning og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afgreiða erindið.

5. Ársskýrsla KFUM og KFUK (2021100301)

Ársskýrsla KFUM og KFUK lögð fram og samþykkt. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinargóða skýrslu.

Fylgigögn:

Ársskýrsla KFUM og KFUK 2020-2021

6. Viðbragðsáætlun í Vatnaveröld (2021110562)

Viðbragðsáætlun lögð fram.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar þeim starfsmönnum sem komu að gerð viðbragðsáætlunarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.