- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Guðbergur Reynisson formaður ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Vilbert Gústafsson og Guðmundur Stefán Gunnarsson frá Glímudeild UMFN kynntu starfsemi deildarinnar sem og möguleika þess að Júdódeild Reykjanesbæjar deili aðstöðu með Glímudeildinni. Í máli Vilberts og Guðmundar kom fram að sá möguleiki sé ekki raunhæfur.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar góða kynningu.
Beiðni Júdófélags Reykjanesbæjar um aðstoð við að útvega æfingahúsnæði fyrir deildina.
Erindi frestað.
Umsókn frá Gróu Axelsdóttur skólastjóra Stapaskóla í forvarnarsjóð til að bjóða upp á fyrirlestur um rasisma og mismunun.
Jón Haukur Hafsteinsson vék af fundi undir þessum lið.
ÍT ráð samþykkir erindið.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar heimsótti væntanlega inniaðstöðu sem félagsmenn Golfklúbbs Suðurnesja eru að innrétta þessa stundina og verður tekin formlega í gagnið innan skamms.
Fylgigögn:
Inniaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja - myndir frá undirbúningi
Íþrótta- og tómstundaráð hitti forsvarsfólk Siglingafélagsins Knarrar og hlýddu á beiðni þeirra um hvernig þau sjái fyrir sér að endurreisa félagið. Einn af lykilþáttum þess er að fá aðstöðu undir bátana.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinargóða kynningu.
Fylgigögn:
Siglingafélagið Knörr - kynning
Siglingafélagið Knörr - myndir
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu atriði í fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2022. Helstu atriði milli fyrri og seinni umræðu voru að hvatagreiðslur hækka úr 40.000 kr. í 45.000 kr. og að Ungmennaráð Reykjanesbæjar var úthlutað 5.000.000 kr. í þau verkefni sem þau eru að leggja áherslu á.
Fylgigögn:
Hvatagreiðslur 2022 - auglýsing
Fleira ekki gert og fundi slitið 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.