158. fundur

24.02.2022 16:30

158. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 fimmtudaginn 24. febrúar 2022 kl. 16:30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Guðbergur Reynisson formaður ÍRB boðaði forföll.

1. Samningur við GS um rekstur púttvalla við Mánaflöt 2022 (2022021092)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

2. Samningur við GS um barna- og ungmennastarf 2022 (2022021093)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

3. Ungmennaþing í Reykjanesbæ - niðurstöður (2020120187)

Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og kynnti stöðu mála varðandi framkvæmd og niðurstöður Ungmennaþings Reykjanesbæjar sem var haldið þann 7. október 2021.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Hirti Magna Sigurðssyni fyrir greinargóða kynningu.

4. Samningur við Hestamannafélagið Mána um barna og ungmennastarf 2022 (2022021105)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

5. Umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjanesbæjar (2022010429)

a) Umsókn Heiðarskóla í Forvarnarsjóð til að bjóða upp á fræðslu um skaðsemi fíkniefna fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Fyrirlesari er Magnús Stefánsson.

b) Umsókn unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFN til að bjóða upp á námskeið í þjálfun á hugrænni færni svo sem einbeitingu, tilfinningastjórnun, sjálfsstjórn og áhugahvöt leikmanna. Fræðslan verður í höndum Hreiðars Haraldssonar íþróttasálfræðiráðgjafa hjá Haus hugarþjálfun.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir erindin.

6. Námskeið fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir (2021010632)

Ungmennafélag Njarðvíkur og Keflavík íþrótta- og ungmennafélag bjóða sameiginlega upp á námskeið fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir sem hefst 27. febrúar nk.

Íþrótta- og tómstundaráð vill koma á framfæri miklu hrósi til félaganna og óskar þeim til hamingju með grasrótarverðlaun KSÍ.

Íþrótta- og tómstundaráð í samstarfi við lýðheilsuráð vinnur að því að skipuleggja opna fjölskyldutíma í samvinnu við Keflavík íþrótta- og ungmennafélag og UMFN.

Fylgigögn:

Grasrótarverkefni ársins - Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir
Námskeið í knattspyrnu og körfubolta - auglýsing

7. Nettóvöllur vestan Reykjaneshallar (2021050329)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti hugmyndir um frágang á Nettóvelli vestan Reykjaneshallar. Gert er ráð fyrir að kaupa varamannaskýli, markatöflu, og litla stúku sem rúmar 300 manns.

Íþrótta- og tómstundaráð felur starfsfólki ráðsins að halda áfram með verkefnið í samstarfi við umhverfissvið.

8. Starfsáætlun fræðslusviðs 2022 (2022021114)

Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2022.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og metnaðarfulla starfsáætlun.

9. Visitreykjanesbaer.is (2022021138)

Íþrótta- og tómstundaráð fagnar nýrri vefsíðu, visitreykjanesbaer.is og hvetur íþrótta- og tómstundahreyfinguna til að vera duglega að koma á framfæri þeim viðburðum sem fram undan eru t.d. Nettómótinu sem ráðgert er að fari fram 9. – 10. apríl nk.


Fleira ekki gert og fundi slitið 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. mars 2022.