- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Birgir Már Bragason, Jón Haukur Hafsteinsson og Alexander Ragnarsson.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð. Guðbergur Reynisson formaður ÍRB boðaði forföll.
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og kynnti stöðu mála varðandi framkvæmd og niðurstöður Ungmennaþings Reykjanesbæjar sem var haldið þann 7. október 2021.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Hirti Magna Sigurðssyni fyrir greinargóða kynningu.
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
a) Umsókn Heiðarskóla í Forvarnarsjóð til að bjóða upp á fræðslu um skaðsemi fíkniefna fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Fyrirlesari er Magnús Stefánsson.
b) Umsókn unglingaráðs körfuknattleiksdeildar UMFN til að bjóða upp á námskeið í þjálfun á hugrænni færni svo sem einbeitingu, tilfinningastjórnun, sjálfsstjórn og áhugahvöt leikmanna. Fræðslan verður í höndum Hreiðars Haraldssonar íþróttasálfræðiráðgjafa hjá Haus hugarþjálfun.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir erindin.
Ungmennafélag Njarðvíkur og Keflavík íþrótta- og ungmennafélag bjóða sameiginlega upp á námskeið fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir sem hefst 27. febrúar nk.
Íþrótta- og tómstundaráð vill koma á framfæri miklu hrósi til félaganna og óskar þeim til hamingju með grasrótarverðlaun KSÍ.
Íþrótta- og tómstundaráð í samstarfi við lýðheilsuráð vinnur að því að skipuleggja opna fjölskyldutíma í samvinnu við Keflavík íþrótta- og ungmennafélag og UMFN.
Fylgigögn:
Grasrótarverkefni ársins - Íþróttir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir
Námskeið í knattspyrnu og körfubolta - auglýsing
Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti hugmyndir um frágang á Nettóvelli vestan Reykjaneshallar. Gert er ráð fyrir að kaupa varamannaskýli, markatöflu, og litla stúku sem rúmar 300 manns.
Íþrótta- og tómstundaráð felur starfsfólki ráðsins að halda áfram með verkefnið í samstarfi við umhverfissvið.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2022.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og metnaðarfulla starfsáætlun.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar nýrri vefsíðu, visitreykjanesbaer.is og hvetur íþrótta- og tómstundahreyfinguna til að vera duglega að koma á framfæri þeim viðburðum sem fram undan eru t.d. Nettómótinu sem ráðgert er að fari fram 9. – 10. apríl nk.
Fleira ekki gert og fundi slitið 18.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. mars 2022.