- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir, Jón Haukur Hafsteinsson, Birgir Már Bragason, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
Að auki sátu fundinn Guðbergur Reynisson formaður ÍRB og Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.
Undir máli tvö á fundinum sátu eftirfarandi: Ólafur Eyjólfsson, Hámundur Örn Helgason, Brynjar Freyr Garðarsson og Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson frá UMFN og frá Keflavík Karl Daníel Magnússon, Einar Haraldsson, Sigurður Garðarsson og Gunnar Oddsson. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.
Erindi Háaleitisskóla í forvarnarsjóð til að bjóða upp á vinnu með sjálfsmynd og sjálfstraust.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir umsóknina.
Fulltrúar félaganna Keflavíkur og Njarðvíkur kynntu framtíðarsýn knattspyrnu deildanna sem er mjög metnaðarfull. Ljóst er að auka þarf fjármagn til íþróttahreyfingarinnar til að geta tekist á við að bæta rekstur og umgjörð knattspyrnudeildanna. Ljóst er að yfirfara þarf framtíðarsýn íþróttamannvirkja og svæða.
Drög að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir ánægju með upplýsingaöryggisstefnuna og gerir ekki athugasemdir við hana.
Lagt fram erindi frá aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur um neyðarstyrk að kr. 7.791.847 vegna tekjutaps af völdum Covid-19 árið 2021.
Lagt fram erindi frá aðalstjórn Keflavíkur um neyðarstyrk að kr. 15.000.000 vegna tekjufalls af völdum Covid-19 árið 2021.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á að reynt verði eftir fremsta megni að bæta knattspyrnudeildunum upp ætlað tap sem myndaðist vegna heimsfaraldursins.
Íþrótta- og tómstundasvið mun setja á vefinn fristundir.is allar upplýsingar um SUMAR Í REYKJANESBÆ 2022. Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða börnum, ungmennum og eða öðrum íbúum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til Íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið: hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is fyrir 25.apríl nk. Endilega sendið myndir með. Upplýsingarnar verða birta á vefnum fristundir.is
Fylgigögn:
Erindi frá aðalstjórnum Keflavíkur og Njarðvíkur um sumarstörf ungs fólks. Íþrótta- og tómstundaráð vonar að hægt verði að ráða einhverja starfsmenn til félaganna enda liggja mikil verðmæti í grassvæðum félaganna og unga fólkið hefur lagt hendur á plóg undanfarin ár. Undanfarin sumur hefur verkefnið verið greitt af ríkinu fyrst vegna falls Wow air og síðar vegna heimsfaraldursins.
Íþrótta- og tómstundaráð fór yfir bréf frá stjórn Glímudeildar UMFN.
Í ljósi þess að stjórn Glímudeildar samþykkir ekki aðgerðir aðalstjórnar UMFN, virðir ekki tilkynningar sem koma frá aðalstjórn og neita að starfa undir stjórn aðalstjórnar þá getur íþrótta- og tómstundaráð ekki heimilað notkun á aðstöðunni fyrir Glímudeild UMFN. Íþrótta- og tómstundaráð styður allar aðgerðir aðalstjórnar UMFN.
Sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur óska eftir stuðningi við sunddeildirnar vegna undirbúnings og til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í París 2024.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir erindið en þar sem verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs að þá getur ráðið ekki orðið við erindinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2022.