28.02.2023 16:00

168. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12, 28. febrúar 2023 kl. 16:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Alexander Ragnarsson, Davíð Már Gunnarsson, Marta Sigurðardóttir, Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Hermann Borgar Jakobsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.
Birgir Már Bragason boðaði forföll, Davíð Már Gunnarsson sat fyrir hann.
Sindri Kristinn Ólafsson boðaði forföll, Magnús Einþór Áskelsson sat fyrir hann.
Hjördís Baldursdóttir boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hann.

1. Uppbygging íþróttamannvirkja og rekstur íþróttafélaga (2022050239)

Jónas Guðni Sævarsson formaður rekstrarnefndar og Eva Stefánsdóttir formaður mannvirkjanefndar kynntu frumniðurstöður nefndar um rekstur íþróttafélaga og áætlanir um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða. Í máli þeirra kom fram að gert er ráð fyrir að skýrslur og kynningar beggja nefnda verða kynntar fyrir íþrótta- og tómstundaráði annars vegar um miðjan mars og hins vegar í byrjun apríl og í framhaldi af þeim kynningum fyrir bæjarfulltrúum.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir kynningarnar.

2. Beiðni um starfskrafta á HS Orkuvöll sumarið 2023 (2023020596)

Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið en hefur ekki fjárheimild til að verða við erindinu. Ráðið vekur athygli á að rekstrarnefndin mun skila af sér um miðjan mars, í skýrslunni er lagt til að ráðið fái fjármagn til að takast á við erindi sem þessi.,

Fylgigögn:

Beiðni um starfskrafta á HS Orkuvöll

3. Beiðni um að bæta aðstöðu á nýja gervigrasvellinum vestan Nettóhallar (2023020596)

Ljóst er að bæta þarf aðstöðu fyrir áhorfendur og starfsfólk sem tengist leikjum. Þar sem búið er að lengja tímabil í Bestu deild karla og kvenna og fyrirsjáanlegt er að leikir geti mögulega farið fram á nýja vellinum snemma á vorin eða seint á haustin sem varavöllur.

Íþrótta- og tómstundaráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

Fylgigögn:

Beiðni um að bæta aðstöðu á nýja gervigrasvellinum vestan Nettóhallar

4. Hvatagreiðslur janúar 2023 (2023010038)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti greiningu á skiptingu á hvatagreiðslum fyrir janúar mánuð 2023. Alls nýttu foreldrar 431 barns sér greiðslurnar samanborið við 252 börn í janúar í fyrra.

Þann 1. janúar sl. tók bæjarstjórn þá ákvörðun að bæta við 4 – 5 ára börnum og það virðist falla vel í kramið en foreldrar 90 barna 4 - 5 ára fengu greiddar hvatagreiðslur í janúar 2023.

Fylgigögn:

Hvatagreiðslur

5. Þjónustusamningur við Skátafélagið Heiðabúa 2023 (2023020613)

Þjónustusamningur við Skátafélagið Heiðabúa lagður fram og samþykktur.

6. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (2023020614)

Reykjanesbær auglýsir eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer menningar-, íþrótta-, tómstunda- og/eða mannúðarstarfsemi sem er rekin í almannaþágu eða þágu æskulýðs.

Heimild sveitarfélaga til undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts er að finna í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Styrkur til greiðslu fasteignaskatts getur að hámarki numið upphæð álagðs fasteignaskatts fyrir árið 2023. Styrkur til greiðslu fasteignaskatts af lóð reiknast í sama hlutfalli og af húsnæði. Allar nánari upplýsingar er að finna í reglum sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2023. Með umsókn skal fylgja ársreikningur 2022, lög félagsins og stutt greinargerð um starfsemina. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið skjaladeild@reykjanesbaer.is merktum „Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.“

Fylgigögn:

Með því að smella hér opnast reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2023.