178. fundur

23.01.2024 11:00

178. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 23. janúar 2024, kl. 11:00

Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Rúnar Vífill Arnarson formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. 30 ára afmæli Reykjanesbæjar 11. júní 2024 (2024010135)

Reykjanesbær er 30 ára í ár og því ber að fagna. Í tilefni afmælisársins hefur verið opnað fyrir umsóknir í afmælissjóð sem allir geta sótt um styrk í vegna verkefna og viðburða sem tengjast afmælishátíðinni. Hvetur íþrótta- og tómstundaráð íbúa til að sækja um styrki á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Frétt um afmælissjóðinn á vef Reykjanesbæjar

Rafræn umsókn um styrk úr afmælissjóði Reykjanesbæjar

2. Umferðaröryggi barna (2022120237)

Íþrótta- og tómstundaráð auk menntaráðs hafa undanfarna mánuði fjallað um frístundaakstur barna. Það mál stendur þannig að hætt verður að sækja börn úr íþróttastarfi og keyra þau til baka til frístundaheimilanna, breytingin tekur gildi frá og með 10. febrúar næstkomandi.

Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 var samþykkt að leggja 20 milljónir króna í verkefnið „Umferðaröryggi barna“. Vegna aðstæðna sem skapast hafa við Reykjaneshöll og við Fimleikaakademíuna, þar sem mikill fjöldi barna kemur saman daglega auk mikillar umferðar, leggur Íþrótta- og tómstundaráð áherslu á að verkefninu „Umferðaröryggi barna“ verði hrundið af stað sem allra fyrst og leggur áherslu á að verkefnið hefjist á að greina umferð og aðstæður við umrædd mannvirki.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að málinu verði vísað til umhverfis- og skipulagsráðs og hafist verði handa við verkefnið sem allra fyrst.

Fylgigögn:

Með því að smella hér ferðu inná frétt um umferðaröryggi í Reykjanesbæ

3. Reykjanesbær Visitor card (2024010268)

Óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs vegna hugmyndar um Visitor card sem er rafrænt kort fyrir erlenda gesti í Reykjanesbæ sem t.a.m. gildir í sýningarsali og sundlaug Reykjanesbæjar.

Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við þessa hugmynd og er sú ákvörðun tekin í samráði við Hafstein Ingibergsson forstöðumann íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar.

4. Barna- og ungmennaþing Reykjanesbæjar 19. október 2023 - niðurstöður (2023110099)

Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs og Hermann Borgar Jakobsson formaður ungmennaráðs kynntu niðurstöður barna- og ungmennaþings 2023 fyrir hönd ungmennaráðs.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og hrósar umsjónarmanni og ráðinu í heild fyrir faglega nálgun á málefnum ungs fólks.

5. Könnun Rannsóknar og greiningar (2023110263)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá fyrirhugaðri kynningu frá Rannsóknum og greiningu á niðurstöðu um hegðun og líðan barna í 5. – 10.bekk.

6. Samningur við Fimleikadeild Keflavíkur um eflingu barna- og ungmennastarfs 2024 (2024010305)

Samningur við Fimleikadeild Keflavíkur um eflingu barna- og ungmennastarfs 2024 lagður fram.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samninginn.

7. Samningur við Borðtennisfélag Reykjanesbæjar um eflingu barna- og ungmennastarfs 2024 (2024010316)

Samningur við Borðtennisfélag Reykjanesbæjar um eflingu barna- og ungmennastarfs 2024 lagður fram.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samninginn.

8. Samningur við Hestamannafélagið Mána 2024 (2023080213)

Samningur við Hestamannafélagið Mána 2024 lagður fram.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samninginn.

9. Málefni Glímudeildar UMFN (2023110166)

Málefni Glímudeildar UMFN rædd.

Íþrótta- og tómstundaráð ákveður að vinna áfram í málinu.


Íþrótta- og tómstundaráð óskar Loga Sigurðssyni og Jóhönnu Margréti Snorradóttur til hamingju með að vera íþróttakarl og íþróttakona ársins fyrir árið 2023. Að auki óskar íþrótta- og tómstundaráð stjórn ÍRB til hamingju með glæsilegan viðburð sem fór fram í fyrsta skipti í Stapanum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.52. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2024.