- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Friðþjófur Helgi Karlsson formaður, Birgir Már Bragason, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir og Sindri Kristinn Ólafsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Ögmundur Erlendsson og Jón Helgason frá Siglingafélaginu Knörr mættu á fundinn og kynntu starfsemi félagsins og framtíðarhugleiðingar. Starfið flokkast undir öll heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og vísar erindinu í vinnu við fjárhagsáætlun 2025.
Ólafur Bergur Ólafsson, frístundaráðgjafi og umsjónarmaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar og Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins mættu á fundinn og kynntu fyrirhugaða vinnu við frístundastefnu Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Ólafi Bergi og Gunnhildi fyrir kynninguna og leggur áherslu á samstarf og samvinnu við alla aðila.
Fylgigögn:
Frístundastefna Reykjanesbæjar
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir fjárhagsramma íþrótta- og tómstundamála og þær óskir sem hafa borist á árinu.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir erindi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags og telur mikilvægt að aukin verði rafræn vöktun í íþróttamannvirkjum og fyrir utan þau.
Málinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir dagskrá lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem hefst 30. september og stendur til 6. október nk.
Hægt er að kynna sér fjölbreytta dagskrá vikunnar á visitreykjanesbaer.is
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar íbúum, stofnunum Reykjanesbæjar og fyrirtækjum fyrir að skipuleggja áhugaverða viðburði í vikunni og hvetur íbúa Reykjanesbæjar til virkrar þátttöku.
Fylgigögn:
Lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 2024
Auglýsing um lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanbæjar
Með því að smella hér má skoða dagskrá lýðheilsu- og forvarnarviku á visitreykjanesbaer.is
Samningurinn lagður fram og samþykktur.
Aðalstjórnir Keflavíkur og Ungmennafélags Njarðvíkur óska eftir framlengingu samnings við Reykjanesbæ um áframhaldandi umsjón Reykjaneshallar.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að samningurinn verði framlengdur út árið 2025.
Eftirfarandi er bókun stjórnar Eignasjóðs frá fundi ráðsins 19. september 2024:
Óskað var eftir að skoðaður yrði möguleikinn á stækkun á íþróttahúsi Myllubakkaskóla í samræmi við íþróttahús Akurskóla í þeim tilgangi að hægt verði að halda þar íþróttaviðburði með áhorfendum.
Stjórn Eignasjóðs samþykkir að farið verði í hönnun samkvæmt framkomnum tillögum og leggur áherslu á að hönnunin verði unnin í samvinnu við Hafstein Ingibergsson forstöðumann íþróttamannvirkja.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar bókun stjórnar Eignasjóðs frá 19. september sl.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir þar sem ekki fellur kostnaður á Reykjanesbæ og jákvæðar umsagnir Hafsteins Ingibergssonar forstöðumanns íþróttamannvirkja og Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, liggja fyrir.
Erindi lagt fram.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar óskar eftir umsögn um drög að stefnu um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð felur Friðþjófi Helga Karlssyni, formanni íþrótta- og tómstundaráðs, að koma athugasemdum ráðsins áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.14. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2024.