- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir einróma að taka á dagskrá málið Mannréttindastefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2020021548). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 9.
Ólafur Bergur Ólafsson frístundaleiðbeinandi mætti á fundinn og kynnti vinnu við frístundastefnu Reykjanesbæjar.
Myndun stýrihóps er langt komin og vinna við stefnuna er að fara á fulla ferð.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og hlakkar til að fylgjast með vinnunni sem framundan er.
Skýrsla vallarstjóra Ungmennafélags Njarðvíkur lögð fram.
Eva Stefánsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs fór yfir vinnu er varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða vestan Reykjaneshallar.
Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum fór fram dagana 11.-16. nóvember í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar vill koma á framfæri kærum þökkum til stjórnar Massa, kraftlyftingadeildar Njarðvíkur og Kraftlyftingasambands Íslands fyrir glæsilegt mót og metnaðarfulla umgjörð heimsmeistaramótsins í kraftlyftingum. Sérstakir þakkir fá allir sjálfboðaliðar sem lögðu hönd á plóg.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi málaflokksins.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir vinnu er tengist fjárhagsáætlun 2025 en fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn innan skamms.
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögnum nefnda og ráða um drög að samþykkt Reykjanesbæjar um götu- og torgsölu.
Íþrótta- og tómstundaráð felur Evu Stefánsdóttur formanni ráðsins að koma athugasemdum ráðsins áfram ef einhverjar eru.
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögnum nefnda og ráða um drög að samþykkt um skilti í lögsögu Reykjanesbæjar
Íþrótta- og tómstundaráð felur Evu Stefánsdóttur formanni ráðsins að koma athugasemdum ráðsins áfram ef einhverjar eru.
Bæjarráð óskar eftir umsögnum um drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar.
Íþrótta- og tómstundaráð felur Evu Stefánsdóttur formanni ráðsins að koma athugasemdum ráðsins áfram ef einhverjar eru.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:11. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2024.