- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Skýrslan lögð fram.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar greinargóða skýrslu.
Eva Stefánsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússyni fulltrúar stýrihóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja kynntu vinnu í stýrihópnum fyrir ráðinu.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar góða kynningu.
Rúnar Vífill Arnarson og Hjördís Baldursdóttir kynntu starfsemi Íþróttabandalags Reykjanesbæjar en bandalagið var stofnað 29. maí 1996.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar góða kynningu.
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Sigurður Friðrik Gunnarsson og Petra Ruth Rúnarsdóttir svæðisfulltrúar íþróttahéraða á Suðurnesjum kynntu starfsemi nýstofnaðrar skrifstofu í Reykjanesbæ sem þjónar öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.
Um er að ræða átta starfstöðvar um land allt sem miðar m.a. að því að auka íþróttaþátttöku barna og ungmenna, auka áherslu á þátttöku fatlaðra barna í íþróttastarfi, ná betur til barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Að auki er er eitt af markmiðum með skrifstofunum er að skilgreina betur hlutverk íþróttahéraða að nýju og meta starfsemi þeirra með það að leiðarljósi að efla hana enn frekar. Til viðbótar er horft til samlegðaráhrifa við verkefni ríkis og sveitarfélaga, s.s. samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, skólaþjónustu og æskulýðsstarf.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar góða kynningu.
Föstudaginn 22. nóvember sl. undirrituðu Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Ármann Andri Einarsson frá Metatron samning um kaup Reykjanesbæjar á nýju gervigrasi í Nettóhöllina.
Gert er ráð fyrir að verkið hefjist 9. desember og ljúki 11. janúar 2025.
Höllin verður þ.a.l. lokuð á meðan vinna stendur yfir.
Verðlaunahátíðin íþróttakona og íþróttakarl ársins verður haldin í Stapanum í janúar 2025. Undirbúningur stendur yfir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. desember 2024.