- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Hjördís Baldursdóttir boðaði forföll. Alexander Ragnarsson sat fundinn í hennar stað.
Birgir Már Bragason framkvæmdastjóri Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags og Atli Þorsteinsson formaður Taekwondodeildar Keflavíkur mættu á fundinn og fylgdu úr hlaði erindi sínu um mikilvægi þess að aðstaða þeirra verði bætt og að nauðsynlegur keppnisbúnaður fyrir deildina verði keyptur. Taekwondodeildin fagnar 25 ára afmæli í október nk.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið og felur Hafþóri Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Samningur við knattspyrnudeild Keflavíkur um rekstur knattspyrnusvæða sumarið 2025 lagður fram og samþykktur.
Samningur við knattspyrnudeild UMFN um rekstur knattspyrnusvæða sumarið 2025 lagður fram og samþykktur.
Hámundur Örn Helgason framkvæmdastjóri UMFN og Hjalti Már Brynjarsson formaður knattspyrnudeildar UMFN mættu á fundinn og fylgdu úr hlaði erindi sínu um mikilvægi þess að aðstaða þeirra verði bætt og að tími sé kominn á nýja leikklukku á heimavöll deildarinnar.
Íþrótta- og tómstundaráð felur Hafþóri Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á að vinnuhópur um framtíð íþróttasvæðis vestan Nettóhallar er að störfum og þar verður ákveðið hver næstu skref eru í uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða. Niðurstöðu er að vænta í þeim vinnuhóp innan skamms.
Ráðið vísar erindinu til vinnuhópsins.
Samningur við Skátafélagið Heiðabúa um framkvæmd skátastarfs lagður fram og samþykktur.
Lögð fram staðfesting frá Metatron um að nýja gervigrasið í Nettóhöllinni sé með FIFA quality pro vottun.
Íþrótta- og tómstundaráð vill minna á að þegar að færanlegar kennslustofur losna sé litið til starfsemi íþrótta- og tómstundamála í sveitarfélaginu þar sem er mjög mikil uppsöfnuð húsnæðisþörf og nauðsynlegt að bregðast við strax.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.02. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. mars 2025.