193. fundur

08.04.2025 08:15

193. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Hafnargötu 88 þann 8. apríl 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Kynning á íþróttamannvirkjum og sundlaugum í Reykjanesbæ (2025030405)

Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Hafdís Alma Karlsdóttir rekstrarfulltrúi íþróttamannvirkja mættu á fundinn og kynntu áherslur er varða íþróttamannvirkin í Reykjanesbæ.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.

2. Viðhaldsskýrsla vallarstjóra Knattspyrnudeildar UMFN 2025 (2025030408)

Viðhaldsskýrsla lögð fram.

3. Viðhaldsskýrsla vallarstjóra Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2025 (2025030407)

Viðhaldsskýrsla lögð fram.

4. Beiðni um betri samning GS við Reykjanesbæ (2025010045)

Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja mætti á fundinn og fylgdi á eftir erindi um betri samning GS við Reykjanesbæ.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2026.

5. Frístundastefna Reykjanesbæjar (2023050566)

Erindi frestað.

6. Erindi frá Knattspyrnudeild Keflavíkur vegna búningsklefa (2025040023)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir erindið og tekur undir að aðstöðu fyrir íþróttir í sveitarfélaginu þarf að bæta eins skjótt og auðið er.

Ljóst er að brýn nauðsyn er að bæta aðstöðu og gæta sanngirni milli félaga í aðstöðu búningsklefa kvenna í bæjarfélaginu. Einnig tekur ráðið undir mikilvægi þess að bæta aðstöðu vestan Reykjaneshallar. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2026.

7. Beiðni um stuðning við bætta aðstöðu fyrir VÍR (2025010051)

Erindið var áður á dagskrá íþrótta- og tómstundaráðs á 190. fundi ráðsins. Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir að bæta þarf aðstöðu fyrir Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness í sveitarfélaginu og þarf að bæta eins skjótt og auðið er.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir að bæta þurfi aðstöðu félagsins. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2026.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.09. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. apríl 2025.