- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Hafdís Alma Karlsdóttir rekstrarfulltrúi íþróttamannvirkja mættu á fundinn og kynntu áherslur er varða íþróttamannvirkin í Reykjanesbæ.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Viðhaldsskýrsla lögð fram.
Viðhaldsskýrsla lögð fram.
Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja mætti á fundinn og fylgdi á eftir erindi um betri samning GS við Reykjanesbæ.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Erindi frestað.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir erindið og tekur undir að aðstöðu fyrir íþróttir í sveitarfélaginu þarf að bæta eins skjótt og auðið er.
Ljóst er að brýn nauðsyn er að bæta aðstöðu og gæta sanngirni milli félaga í aðstöðu búningsklefa kvenna í bæjarfélaginu. Einnig tekur ráðið undir mikilvægi þess að bæta aðstöðu vestan Reykjaneshallar. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Erindið var áður á dagskrá íþrótta- og tómstundaráðs á 190. fundi ráðsins. Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir að bæta þarf aðstöðu fyrir Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness í sveitarfélaginu og þarf að bæta eins skjótt og auðið er.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir að bæta þurfi aðstöðu félagsins. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.09. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. apríl 2025.