194. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 20. maí 2025, kl. 08:15
Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íris Eysteinsdóttir ritari.
1. Fimleikadeild Keflavíkur - beiðni um kaup á búnaði (2025050207)
Anna Sigríður Jóhannesdóttir formaður, Berglind Ragnarsdóttir varaformaður og Unnur Kristinsdóttir stjórnarmeðlimur frá Fimleikadeild Keflavíkur mættu á fundinn og kynntu starfsemi deildarinnar og lögðu fram beiðni um kaup á búnaði.
Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í beiðni Fimleikadeildar Keflavíkur um kaup á nýjum búnaði. Ráðið vísar erindinu í umræður um fjárhagsáætlun 2026.
2. Viðhald ÍT mannvirkja (2025050206)
Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Bjarni Steinar Sveinbjörnsson fulltrúi frá umhverfis- og framkvæmdasviði mættu á fundinn og fóru yfir viðhald íþróttamannvirkja á árinu.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir kynninguna.
3. Grindavíkurleiðin - betri nýting íþróttamannvirkja (2025050205)
Jóhann Árni Ólafsson forstöðumaður íþróttamannvirkja Grindavíkur kynnti verkefnið Grindavíkurleiðin sem miðar að því að auka möguleika barna á að nýta íþróttamannvirkin betur er þau eru ekki í notkun.
Íþrótta- og tómstundaráð felur Hafsteini Ingibergssyni forstöðumanni íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar að vinna málið áfram.
4. Fræðslustefna Reykjanesbæjar (2025030588)
Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að fræðslustefnu Reykjanesbæjar 2025-2028. Fræðslustefnan gildir fyrir allt starfsfólk á öllum sviðum og starfsstöðum sveitarfélagsins.
Evu Stefánsdóttur formanni íþrótta- og tómstundaráðs er falið að koma athugasemdum ráðsins á framfæri.
5. Knattspyrnudeild UMFN - beiðni um að ljúka við stúku deildarinnar (2025040513)
Erindinu vísað til starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða.
6. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og -svæða (2022050239)
Eva Stefánsdóttir formaður starfshóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða fór yfir næstu skref í verkefninu og lagði fram minnisblað.
Hjördís Baldursdóttir (D) lagði fram eftirfarandi bókun:
„Á 693. fundi bæjarstjórnar þann 18. mars óskaði bæjarfulltrúi Guðbergur Reynisson, Sjálfstæðisflokki, eftir að fá kynningu á stöðu uppbyggingar íþróttasvæðisins ofan Reykjaneshallarinnar og óskaði eftir að allir hagaðilar og bæjarfulltrúar yrðu boðaðir á kynningarfund fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
Ég óska eftir að hnykkja á þessari ósk hér og óska eftir að þetta verði bókað í fundargerð.“
7. Tómstundastefna Reykjanesbæjar (2023050566)
Drög að tómstundastefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir ánægju með drögin og þakkar Ólafi Bergi Ólafssyni í Fjörheimum fyrir góða vinnu sem og þeim sem voru honum til halds og trausts.
Íþrótta- og tómstundaráð vísar drögum að tómstundastefnu Reykjanesbæjar til bæjarráðs.
8. Cirkus Flik Flak - Íslandsheimsókn (2025030425)
Danski sirkusinn Cirkus Flik Flak kemur til landsins í sumar og verður með sýningar á stórhöfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Sýningar hópsins verða opnar fyrir alla fjölskylduna og verður aðgangur ókeypis. Hópurinn leitar til sveitar- og íþróttafélaga um aðstoð vegna gistingar og þess háttar.
Menningar- og þjónusturáð tók vel í erindið og vísaði því áfram til íþrótta- og tómstundaráðs.
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar heimsókn Cirkus Flik Flak og felur Hafsteini Ingibergssyni forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. júní 2025.