195. fundur

19.06.2025 16:00

195. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 19. júní 2025, kl. 16:00

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Marta Sigurðardóttir boðaði forföll og Sigurrós Antonsdóttir sat fundinn í hennar stað.

1. Samningur um rekstur smíðavallar sumarið 2025 (2025050472)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

2. Samningur við KFUM og KFUK um æskulýðsstarf (2025050475)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

3. Samningur við NES um íþróttir fatlaðra (2025050477)

Samningurinn lagður fram og samþykktur.

4. Skýrsla Nes og ársreikningur 2024 (2025050477)

Skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir starfsárið 2024 lögð fram.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir skýrsluna.

5. Ályktun 29. ársþings Íþróttabandalags Reykjanesbæjar 2025 (2025060167)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar þakkar Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar fyrir ályktun ársþingsins og þann mikilvæga og málefnalega tón sem þar kemur fram. Ráðið viðurkennir hið ómetanlega framlag sem ÍRB og aðildarfélög þess leggja af mörkum til íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu og tekur undir mikilvægi þess að skapa fagleg og öflug skilyrði fyrir áframhaldandi uppbyggingu.

Ráðið tekur undir nauðsyn þess að hækka þjálfarastyrki vegna verulegrar fjölgunar iðkenda, sem og þess að styðja við fagmennsku og rekstrarlegan stöðugleika innan íþróttahreyfingarinnar.

Jafnframt telur ráðið að erindi ÍRB varðandi skrifstofuaðstöðu og stöðu framkvæmdastjóra sé afar mikilvægt. Löngu sé tímabært að ÍRB sitji við sama borð og sambærileg bandalög vítt og breitt um landið.

6. Fjárhagsáætlun íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála 2026 (2025060203)

Íþrótta- og tómstundaráð leggur ríka áherslu á að fjárhagsrammi málaflokksins verði aukinn. Jafnframt hvetur ráðið sveitarfélagið til að leitast við, eftir fremsta megni, að nálgast meðaltal þess fjármagns sem sambærileg sveitarfélög verja til íþrótta- og tómstundamála.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið og vék svo af fundi.

7. Beiðni ÍRB um starfsmann fyrir árið 2026 (2025060204)

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir beiðni íþróttabandalags Reykjanesbæjar um mikilvægi þess að ráðinn verði inn starfsmaður fyrir bandalagið, með fjárhagslegum stuðningi frá Reykjanesbæ.

8. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ (2022050239)

Eva Stefánsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs fór yfir stöðu verkefnisins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 26. júní 2025.