196. fundur

25.08.2025 08:15

196. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 25. ágúst 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Sundráð ÍRB 2025 - samningur um eflingu barnastarfs (2025080156)

Samningur um eflingu barnastarfs Sundráðs ÍRB lagður fram og samþykktur.

2. Fristundir.is (2025080282)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar sagði frá vinnu við að afla efnis vegna vetrarstarfs í íþróttum og tómstundum. Skil á auglýsingum þurfa að berast fyrir 1. september nk.

Fylgigögn:

Hvað verður um að vera í Reykjanesbæ veturinn 2025 - 2026

3. Ljósanótt 2025 - hvatning til þátttöku (2025080283)

Íþrótta- og tómstundaráð skorar á íþrótta- og tómstundafélög Reykjanesbæjar að vera með viðburði í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ.

4. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og -svæða (2022050239)

Eva Stefánsdóttir formaður nefndar um uppbyggingu íþróttamannvirkja vestan Nettóhallar fór yfir stöðu verkefnisins. Tillögur stýrihóps verða lagðar fram til bæjarfulltrúa á næstu vikum til samþykktar.

5. Endurbætur á HS Orkuvelli og JBÓ velli (2025080224)

Íþrótta- og tómstundaráð fór yfir gögn er varðar nauðsynlegar umbætur á knattspyrnuvöllum félaganna.

Ráðið tekur undir tillögur knattspyrnufélaganna og mikilvægi þess að ráðast þurfi í umbætur. Ráðið vísar erindinu til stjórnar eignasjóðs.

6. Kynning frá Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi (2025080281)

Birgir Már Bragason framkvæmdastjóri Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags mætti á fundinn og kynnti starfsemi félagsins.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir metnaðarfulla kynningu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.17. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2025.