197. fundur

23.09.2025 15:30

197. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 23. september 2025, kl. 15.30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem ritaði fundargerð.

1. Hlýjan - lágþröskuldarþjónusta fyrir ungmenni (2025080515)

Þórdís Halla Jónsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir mættu á fundinn og kynntu Hlýjuna, nýja lágþröskuldarþjónustu fyrir ungmenni.

Íþrótta og tómstundaráð fagnar framgangi verkefnisins Hlýjunnar sem miðar að því að styðja við ungmenni í Reykjanesbæ með lágþröskuldarþjónustu. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að veita ungmennum öruggt og aðgengilegt úrræði sem samræmist einu af stefnumarkmiðum Reykjanesbæjar, börnin mikilvægust. Að auki hafa fulltrúar ungmennaráðs Reykjanesbæjar kallað eftir þjónustu sem þessari.

2. Lýðheilsu- og forvarnarvika 29. september - 5. október 2025 (2025080392)

Íþrótta- og tómstundaráð minnir á Lýðheilsu- og forvarnarviku sem haldin verður í Reykjanesbæ 29. september til 3. október nk. Markmið vikunnar er að efla vitund um heilsueflingu og forvarnir meðal íbúa sveitarfélagsins. Margt verður í boði, m.a. frítt í Vatnaveröld, heilsufarsskoðun og heyrnarmælingar. Hægt er að kynna sér dagskrána í viðburðadagatali á vefnum Visit Reykjanesbær.

Fylgigögn:

Viðburðadagatal Visit Reykjanesbær - lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar 

Lýðheilsu- og forvarnarvika - auglýsing

3. Fjárhagsáætlun íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála 2026 (2025060203)

Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir drög að fjárhagsramma íþrótta- og tómstundamála og tímaáætlun fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2026, sem og þær beiðnir sem borist hafa fyrr á árinu.

4. Fristundir.is (2025080282)

Frístundavefurinn fristundir.is veitir yfirsýn yfir allt það fjölbreytta sem í boði er í Reykjanesbæ. Þar er einfalt að sía niðurstöður eftir aldri og staðsetningu, og því geta íbúar Reykjanesbæjar valið „Reykjanesbær“ til að sjá það sem er í boði í sveitarfélaginu.

Á vefnum má einnig finna hugmyndir að skemmtilegum stöðum fyrir útivist og samveru. Íbúar eru hvattir til að kynna sér úrvalið.

Fylgigögn:

Margt og mikið í boði í vetur - frétt á vef Reykjanesbæjar

Íþróttir og tómstundir í vetur - auglýsing

5. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og -svæða (2022050239)

Eva Stefánsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs fór yfir stöðu verkefnisins.

6. Gervigrasvöllur - vetrarþjónusta (2025020117)

Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á að keypt verði tæki til að þjónusta útigervigrasvöllinn vestan Nettóhallar sem allra fyrst.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. október 2025.