198. fundur

21.10.2025 15:30

198. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 21. október 2025 kl. 15:30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Valgerður Björk Pálsdóttir.

Að auki sátu fundinn Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs og Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs boðuðu forföll.

Valgerður Björk Pálsdóttir vék af fundi kl. 16.50.

1. Innleiðing farsældar barna í Reykjanesbæ (2025100224)

Eydís Rós Ármannsdóttir verkefnastjóri mætti á fundinn og kynnti stöðu innleiðingar farsældar barna hjá Reykjanesbæ.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.

2. Lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar (2025080392)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar íbúum, stofnunum og fyrirtækjum fyrir virka þátttöku í lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar sem fram fór dagana 29. september - 5. október.

Fylgigögn:

Að lokinni lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 2025

3. Flugmódelfélag Suðurnesja - beiðni um styrk (2025100194)

Flugmódelfélag Suðurnesja óskar eftir styrk vegna endurbóta á aðstöðu félagsins.

Íþrótta- og tómstundaráð vísar erindinu til umræðu um fjárhagsáætlun 2026.

4. Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja og -svæða í Reykjanesbæ (2022050239)

Eva Stefánsdóttir formaður stýrihóps gerði grein fyrir framvindu vinnu við uppbygginguna.

5. Fjárhagsáætlun íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála 2026 (2025060203)

Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, fór yfir stöðuna á vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir málaflokk íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála árið 2026.

6. Æfingaaðstaða Massa, lyftingadeildar UMFN - endurbætur (2025100271)

Hámundur Örn Helgason framkvæmdastjóri UMFN og Hafsteinn Ingibergsson forstöðumaður íþróttamannvirkja mættu á fundinn og kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á æfingaaðstöðu Massa, lyftingadeildar UMFN í íþróttahúsinu í Njarðvíkurhverfi, Ljónagryfjunni. Þarfagreining ásamt teikningum og frumkostnaðarmati lögð fram.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2025.