199. fundur

19.11.2025 15:30

Fundargerð 199. fundar íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar haldinn að Grænásbraut 910 19. nóvember 2025 kl. 15:30

Viðstaddir: Eva Stefánsdóttir formaður, Hjördís Baldursdóttir, Marta Sigurðardóttir, Sindri Kristinn Ólafsson og Jóhann Gunnar Sigmarsson.
Að auki sátu fundinn Rúnar Vífill Arnarson formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, Frosti Kjartan Rúnarsson fulltrúi ungmennaráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Starfsemi Ungmennafélagsins Njarðvík (2025110203)

Hámundur Örn Helgason framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Njarðvíkur kynnti starfsemi og sóknarfæri félagsins.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar góða kynningu.

2. Fjárfestingarverkefni 2026 (2025110204)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti áætlun um viðhald og rekstur fasteigna fyrir árið 2026. Farið var yfir kostnaðarskiptingu á milli mannvirkja og helstu verk sem þörf er á að framkvæma árið 2026.

3. Fjárhagsáætlun íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsumála 2026 (2025060203)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar 2026 og þau verkefni sem eru innan og utan fjárhagsramma málaflokksins.

4. Skýrslur vallarstjóra knattspyrnusvæða (2025110205)

Vallarstjórar knattspyrnudeilda Keflavíkur og Njarðvíkur lögðu fram skýrslur um viðhald á knattspyrnusvæðum sínum fyrir árið 2025.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir skýrslurnar.

5. Upplýsingagjöf íþrótta- og tómstundafulltrúa (2025110206)

Hafþór Birgisson fór yfir stöðu ýmissa mála er varða starfsemi málaflokksins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. desember 2025.