83. fundur

29.08.2014 14:24

83. fundur ÍT  haldinn 26. ágúst 2014 að Tjarnargötu12, kl: 17:00.

Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður Sigrún Inga Ævarsdóttir varamaður , Ingigerður Sæmundsdóttir fulltrúi ÍRB, Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri og Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Kynning á starfsemi Íþrótta-og tómstundasviðs (2014010822)
Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri afhenti ýmis gögn m.a. reglugerðir og vinnureglur. Hann kynnti síðan starfsemi ÍT sviðs í máli og myndum.

2. Ósk um viðræður um stækkun á æfingaaðstöðu Júdódeildar (2014080453)
Erindi frá stjórn Júdódeildar UMFN þar sem óskað er eftir viðræðum við ÍT ráð vegna aðstöðu deildarinnar við Iðavelli.  Mikil fjölgun hefur átt sér stað hjá deildinni og þörf á viðbótaraðstöðu sem að sögn leigusala gæti verið að losna við hliðina á núverandi aðstöðu.
ÍT ráð tekur vel í erindið og mun skoða það nánar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. ÍT ráð felur skrifstofu  ÍT að skoða málið í samvinnu við stjórn Júdódeildarinnar.

3. Styrkbeiðni vegna Reykjanes Maraþon 2014 (2014080456)
Vikar Sigurjónsson fyrir hönd Lífsstíls óskar eftir styrk að upphæð 250 þúsund krónur vegna fyrirhugaðs Reykjanesmaraþon sem fram fer 3. september n.k.
ÍT ráð hafnar erindinu.

4. Styrkbeiðni vegna Norðurlandamóts í kraftlyftingum og bekkpressu 2014 (2014080455)
Norðurlandamótið í kraftlyftingum og bekkpressu fór fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur um síðustu helgi. Lyftingadeild Massa sá um mótið. Deildin óskar eftir styrk frá ÍT ráði.
Erindinu frestað.

5. Styrkbeiðni frá Skákfélagi Reykjanesbæjar (2014080454)
Erindi frá Skákfélagi Reykjanesbæjar þar sem óskað er eftir styrk til eflingar á skáklistinni í bæjarfélaginu. Styrkurinn verður m.a. notaður til að kynna starfsemi félagsins í grunnskólum, halda fjöltefli og taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga.
ÍT ráð samþykkir 100 þúsund króna styrk úr Tómstundasjóði og óskar eftir því að félagið skili inn skýrslu til ÍT skrifstofu um hvernig til tókst   fyrir lok ársins.

Í lok fundar lagði formaður til að Alexander Ragnarsson yrði varaformaður ráðsins og Jón Haukur Hafsteinsson ritari. Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.