84. fundur

15.09.2014 11:33

84. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar haldinn 9. september 2014 að Tjarnargötu 12 kl: 17:00.

Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður , Guðbergur Reynisson varamaður, Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri og Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi sem ritar fundargerð.

1. Framtíðarsýn Keflavíkur 2014-2024 (2014090104)
Þórður Magni Kjartansson gjaldkeri Keflavíkur kynnti framtíðarsýn félagsins 2014 - 2024.  ÍT ráð þakkar fyrir góða kynningu

2. Hvatagreiðslur líka fyrir börn á leikskólaaldri (2014080463)
Hugmynd af íbúavef sem fékk stuðning 25 íbúa þar sem lagt er til að börn á leikskólaaldri eigi líka rétt á hvatagreiðslum.  ÍT ráð mun taka hugmyndina til skoðunar

3. Styrkbeiðni frá Massa (2014080455)
Beiðni vegna Norðurlandamóts

Lyftingadeild Massa óskar eftir styrk vegna Norðurlandamótsins í kraftlyftingum og bekkpressu  sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík seinni part síðasta mánaðar. Fjölmargir erlendir keppendur tóku þátt í mótinu.
ÍT ráð samþykkir 150 þúsund króna styrk úr íþróttasjóði.

4. Sterkasti maður Suðurnesja (2014090116)
Lyftingadeild Massa sækir um 100.000 króna styrk vegna mótsins sterkasti maður Suðurnesja sem haldið var í tengslum við Ljósanótt.
ÍT ráð hafnar erindinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.