85. fundur

15.10.2014 09:27

85. fundur íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar haldinn 14. október 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 17:00.

Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri og Ragnar Ö Pétursson íþróttafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Framtíðarsýn UMFN (2014010822)
Ólafur Eyjólfsson formaður Ungmennafélags Njarðvíkur mætti á fund ráðsins og fór yfir áherslur félagsins.

2. Erindi frá júdódeild UMFN, taekwondodeild og Hnefaleikafélaginu (2014100198)
Deildirnar óska eftir auknu rými á aðstöðu sinni við Iðavelli. Húsnæðið er fyrir hendi hjá leigusala sem er tilbúinn að gera það klárt til leigu. ÍT ráð tekur vel í erindið og felur ÍT skrifstofu að skoða málið nánar.

3. Húsnæðismál Golfklúbbs Suðurnesja og Púttklúbbs Suðurnesja (2014100199)
Klúbbarnir telja núverandi aðstöðu við Hafnargötu 2 óviðunandi m.a. vegna  þakleka. Óska klúbbarnir eftir aðstoð Reykjanesbæjar við að finna framtíðarhúsnæði. ÍT ráð tekur vel í erindið og mun skoða málið.

4. Erindi Fimleikadeildar um   rekstur Íþróttaakademíu  (2014090558)
Erindi deildarinnar um að taka yfir rekstur Íþróttaakademíunnar var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 2. október. Bæjarráð óskaði eftir umsögn ÍT ráðs. Erindinu frestað.

5. Erindi körfuknattleiksdeildar Keflavíkur vegna húsnæðismála  (2014100200)
Deildin krefst þess að henni verði bætt upp það áralanga ójafnræði sem  hún telur að hafi ríkt  í húsnæðismálum á milli félaganna en Njarðvík hefur haft afnot af Þórustíg 3 sem er í eigu bæjarins.
ÍT ráð mun skoða málið við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

6. Skýrsla fimleikadeildar um íþrótta- og útivistarskóla Keflavíkur (2014100201)
ÍT ráð þakkar fyrir greinargóða skýrslu en um 120 börn sóttu skólann síðasta sumar.

7. Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjanesbæ staðfestar í bæjarstjórn 7. október 2014 (2014100049)
Farið yfir siðareglurnar og þær undirritaðar af fulltrúum ÍT

8. Fjárhagsáætlun ÍT 2015 (2014010822)
Farið yfir vinnulag ráðsins vegna fjárhagsáætlunar næsta árs. Ákveðið að á næsta fundi verði unnið í fjárhagsáætlun 2015.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.