89. fundur

30.03.2015 15:05

89. fundur íþrótta- og tómstundaráðs  Reykjanesbæjar haldinn 17. mars 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 16:30

Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Bjarney Snævarsdóttir fulltrúi ÍRB og Ragnar Örn Pétursson Íþróttafulltrúi sem ritaði fundargerð.


1. Samningar við tómstundafélög (2015030412)
1.1.Samningur við Sundráð ÍRB um afnot af sundlaugum vegna sundnámskeiða sumarið 2015
1.2.Samningur við Skákfélag Reykjanesbæjar um kynningu á skákíþróttinni m.a. í  grunnskólum Reykjanesbæjar
1.3. Samningur við Pílufélag Reykjanesbæjar um að standa fyrir kynningu og námskeiði í  pílukasti
1.4. Samningur við Flugmódelfélag Suðurnesja um kynningu á starfsemi félagsins og afnot af Reykjaneshöll vegna æfinga
1.5. Samningur við Fisfélagið Sléttuna um kynningu á starfsemi félagsins
1.6. Samningur við Erni, Bifhjólaklúbb Suðurnesja um kynningu og fræðslu m.a. fyrir elstu nemendur grunnskóla um meðhöndlun bifhjóla
1.7. Samningur við Sæþotufélag Suðurnesja um kynningu á starfsemi félagsins

Ofangreind félög hafa öll samþykkt samningana sem eru til eins árs.  ÍT ráð samþykkir samningana.

2. Húsnæðismál bardagaíþrótta - umsögn til bæjarráðs (2015030052)
Júdódeild UMFN og Taekwondeild Keflavíkur hafa  verið með æfingaaðstöðu að Iðavöllum 12, sem Reykjanesbær leigir.  Leigusamningur  er til þriggja ára og gildir til 1. nóvember 2015.  Engar viðræður um framlengingu  samnings eru hafnar, en vitað er að áhugi er á því hjá leigusala sem hefur einnig rætt um að hann hafi viðbótarhúsnæði sem hægt væri að útbúa fyrir deildirnar (400 fm).

ÍT ráð tekur undir áhuga félaganna á að skoða til framtíðar húsnæðið að Túngötu 1. Staðsetning er góð, auk þess sem Hnefaleikafélagið fengi varanlega aðstöðu en félagið hefur verið í gömlu Sundhöllinni. Til að geta borið saman kostnað, annars vegar vegna Iðavalla 12 og hins vegar vegna Túngötu 1  þurfa að liggja fyrir nánari upplýsingar um leigukostnað. Einnig þarf að liggja fyrir kostnaður vegna starfsmannahalds og hreingerninga á báðum stöðum.  ÍT ráð leggur til að farið verði í nánari greiningu á kostnaði.

3. Erindi Golfklúbbs Suðurnesja (2015020074)
Golfklúbbur Suðurnesja óskar eftir viðræðum um að GS taki að sér  slátt á íþróttavöllum bæjarins. Óskað er eftir að gerður verði fimm ára samningur.
Í fjárhagsáætlunargerð vegna ársins 2015 var samþykkt að endurnýja samninga við knattspyrnudeildirnar í Keflavík og Njarðvík  um umhirðu á knattspyrnuvöllum í Reykjanesbæ. ÍT ráð getur því ekki orðið við erindi Golfklúbbs Suðurnesja en hvetur aðila til að eiga gott samstarf áfram eins og verið hefur.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.