90. fundur

16.04.2015 11:13

90. fundur íþrótta- og tómstundaráðs  Reykjanesbæjar haldinn 14. apríl 2015 að Tjarnargata 12, kl: 16:30

Mættir : Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri ÍT sviðs og Ragnar Örn Pétursson Íþróttafulltrúi sem ritar fundargerð.


1. Drög að samningi við Knattspyrnudeild Keflavíkur um slátt á knattspyrnusvæðum í  Reykjanesbæ. Bæjarráð óskar eftir umsögn frá ÍT ráði (2015030442)
Samningar um umhirðu og rekstur knattspyrnusvæða voru fyrst gerðir í Keflavík 1989 og síðan frá sameiningu 1994 við báðar knattspyrnudeildirnar. Samningarnir hafa ávallt verið til eins árs og  ekki svigrúm til tækjakaupa.
Breyting á viðhaldsskipulagi vallanna og gerð samnings til þriggja ára um slátt, áburðargjöf, söndun og götun á öllum knattspyrnusvæðunum mun  leiða til aukins einfaldleika í viðhaldi svæðanna og möguleikum  að tækjavæðast.
ÍT ráð telur að slíkur samningur hefði þurft að liggja fyrir í upphafi árs og leggur til að umræður um slíkan samning verði teknar upp við knattspyrnudeildirnar í haust við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
ÍT ráð mun endurnýja rekstrarsamninga við Knattspyrnudeildirnar í Keflavík og Njarðvík vegna ársins 2015 samkvæmt fjárhagsáætlun.

2. Rekstrarsamningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur   (2015040156)
Lögð fram drög að rekstrarsamningi til eins árs um umhirðu knattspyrnusvæða í Keflavík. ÍT ráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

3. Rekstrarsamningur við Knattspyrnudeild Njarðvíkur   (2015040154)
Lögð fram drög að rekstrarsamningi til eins árs um umhirðu knattspyrnusvæða í Njarðvík.  ÍT ráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

4. Hvatagreiðslur
Lagt  fram yfirlit yfir hvatagreiðslur vegna janúar, febrúar og mars 2015.  429 einstaklingar hafa fengið úthlutað alls 6.435.000 krónum.


Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri ÍT sviðs tilkynnti að þetta væri hans síðasti fundur þar sem hann léti af störfum 30. apríl n.k. Stefán  þakkar ÍT ráði  gott samstarf.

ÍT ráð þakkar Stefáni ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2015.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.