93. fundur

07.10.2015 14:19

93. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 6. október 2015 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.

Mættir: Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Ásgeir Hilmarsson varamaður, Jóhann Páll Kristbjörnsson fulltrúi ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs og Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð,

1. Umhirða grasvalla (2015090330)

ÍT ráð ræddi um umhirðu grasvalla og framtíðarmöguleika þeirra.

2. Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar (2015090180)

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar stofnunum, einstaklingum og bæjarbúum fyrir virka þátttöku í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 2015

3. Umsókn Hnefaleikafélags Reykjaness  (2015080228)

Ráðið samþykkir 50.000 króna styrk en leggur áherslu á að íþróttafélög sæki um í sjóðinn áður en íþróttaviðburðir fari fram.

4. Húsnæðismál bardagadeilda í Reykjanesbæ (2014100198)

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar fór í skoðunarferð í bardagahúsið  að Iðavöllum 12. Ráðið tekur  undir það aðstöðuleysi sem bardagafélögin búa við og leggur til við bæjarráð að farið verði í stækkun sem gefi bardagadeildunum 1.230 fermetra til notkunar samkvæmt tillögum deildanna þriggja.

5. Beiðni um aukið rými fyrir Skotdeild Keflavíkur. (2015100009)

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skoða framtíðarnýtingu á rýminu í samráði við deildirnar.

6. Beiðni um styrk úr Forvarnarsjóði. (2015090158)

ÍT ráð samþykkir erindið.

7. ÖLL KURL TIL GRAFAR - ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli (2015090384)

Ráðið telur mikilvægt að gervigrasvellir í Reykjanesbæ verði skoðaðir.

8. Inniaðstaða GS (2014100199)

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið í samvinnu við formann golfklúbbs Suðurnesja að kanna möguleika á framtíðarlausn.


Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. október 2015.

Fundargerðin var samþykkt 11-0. Friðjón Einarsson tók til máls við afgreiðslu hennar.