96. fundur

13.01.2016 12:45

96. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 12. janúar 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.

Mættir: Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Alexander Ragnarsson aðalmaður, Rúnar V Arnarson aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Guðmundur Sigurðsson fulltrúi ÍRB, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

1. Umsókn í Forvarnarsjóð (2015120240)

Umsókn foreldrafélags Njarðvíkurskóla í forvarnarsjóð. Fræðsla fyrir nemendur og foreldra um skaðsemi vímuefna á vegum Marita fræðslunnar. Ráðið samþykkir að styrkja verkefnið um 70.000  kr

Umsókn Myllubakkaskóla í forvarnarsjóð. Fræðsla og ráðgjöf fyrir foreldra og nemendur í 7. bekk um samskipti. Fyrirlesarar eru Vanda Sigurgeirsdóttir og Þorgrímur Þráinsson. Ráðið samþykkir að styrkja fræðsluna um 50.000 kr.


2. Hvatagreiðslur - reglugerðarbreyting (2015120240)

Reglugerðarbreyting.

Reykjanesbær greiðir árlega hverju barni sem er á grunnskólaaldri og bæði barn og forsjáraðili eigi lögheimili í Reykjanesbæ.


3. Ósk um rökstuðning vegna úthlutunar á rými. (2015110361)

Erindi móttekið. Sviðsstjóra Fræðslusviðs og Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að svara erindinu.


4. FÍÆT - skýrsla frá ráðstefnunni Frítíminn er okkar fag. (2015120310)

Skýrslan lögð fram.


5. Umhirða grasvalla - skýrslur vegna þeirra (2015090330)

Skýrslur lagðar fram og umræður um þær.


6. Bardagahús við Iðavelli - staða mála. (2014100198)

Gengið var frá árssamningi vegna bardagaaðstöðu að Iðavöllum. Smávægileg stækkun er inn í samningnum sem ÍT ráð er mjög ánægt með.


7. Önnur mál (2015030409)
1. Kynning á Skotdeild Keflavíkur. Ráðið fékk kynningu á Skotdeild Keflavíkur.
2. ÍT ráð óskar Ástrósu Brynjarsdóttur og Kristófer Sigurðssyni íþróttafólki Reykjanesbæjar 2015  til hamingju og auk þess þeim sem hlutu viðurkenningu í sínum greinum og þeim íþróttamönnum sem urðu Íslandsmeistarar á árinu 2015.
3. Aðsóknartölur í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar 2015
Heildarfjöldi notenda 687.439 þar af voru 220.485 sundgestir. Heildarfjöldi notenda jókst um 31.312 frá árinu 2014 þar af sundgestum um 23.000 sem má rekja til lokunar og framkvæmda 2014
Frá sameiningu 1994 hafa um 10,4 miljónir notenda komið í íþróttamannvirki Reykjanesbæjar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. janúar nk.