98. fundur

02.03.2016 12:44

98. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var haldinn 1. mars 2016 að Tjarnargötu 12, kl. 16:30.

Mættir: Lovísa Hafsteinsdóttir formaður, Rúnar V. Arnarson, aðalmaður, Steinunn Una Sigurðardóttir aðalmaður, Jón Haukur Hafsteinsson aðalmaður, Ásgeir Hilmarsson aðalmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs og Hafþór Birgisson, Íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.,


1. Drög að samningi við stjórn Knattspyrnudeildar UMFN um rekstur íþróttasvæða. (2016020395)

Drög að samningi við stjórn Knattspyrnudeild UMFN voru lögð fram. ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við drögin.


2. Drög að samningi við stjórn Knattspyrnudeildar Keflavíkur um rekstur íþróttasvæða 2016 (2016020394)

Drög að samningi við stjórn Knattspyrnudeild Keflavíkur voru lögð fram. ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við drögin.


3. Drög að samningi við Skákfélag Reykjanesbæjar 2016 (2016020397)

Drög að samningi við stjórn Skákfélag Reykjanesbæjar voru lögð fram. ÍT ráð gerir ekki athugasemdir við drögin.


4. Inniæfingaaðstaða Golfklúbbs- og Púttklúbbs Suðurnesja (2014100199)

Formaður ÍT ráðs sagði ráðinu frá fundum sem hafa átt sér stað með forsvarsmönnum Fimleikadeildar Keflavíkur. Verkferill um næstu skref í málinu lagður fram.


5. Önnur mál (2016010316)
a) Alexander Ragnarsson óskaði eftir lausn frá nefndarstörfum í íþrótta- og tómstundaráði og í hans stað kom Ásgeir Hilmarsson.  Alexander eru  hér með þökkuð góð störf í þágu ráðsins og Ásgeir boðinn hjartanlega velkominn í ráðið.

b) SKÁKKENNSLA 

Hefst fimmtudaginn 3.mars kl. 15:30 – 17:00 í Holtaskóla. Gengið er inn um aðaldyr skólans og strax farið til hægri í stofu 30 sem er fyrsta stofan til hægri. Aldurstakmark er 9 – 16 ára.

Það verður teflt með skákklukkum og einnig fylgst með kennslu á skjávarpa. Kennslan mun vara fram að sumarfríi skólans, um það bil 10 skipti. Stúlkur og strákar úr Reykjanesbæ sem hafa áhuga fyrir því að tefla endilega mætið!

Kennslan er frí og kennari er Siguringi Sigurjónsson.
Til frekari upplýsinga hjá Siguringa hringið í 691-3007.

ÍT ráðið bauð öllum 10. bekkingum í grunnskólum Reykjanesbæjar upp á kynfræðslu í Stapanum 1. mars. Leikarar frá Borgarleikhúsinu fræddu ungmennin sem þótti lukkast vel.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. mars nk.