1. fundur

17.09.2019 14:30

1. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 17. september 2019 kl. 14:30

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Skipting embætta (2019090423)

Jóhann Friðrik Friðriksson og Anna Sigríður Jóhannesdóttir buðu sig fram í embætti formanns og var Jóhann kjörinn með þremur atkvæðum fulltrúa meirihluta. Guðrún Ösp Theodórsdóttir og Anna Sigríður Jóhannesdóttir buðu sig fram í embætti varaformanns og var Guðrún Ösp kjörin með fjórum atkvæðum meirihluta og fulltrúa Á-lista. Anna Sigríður Jóhannesdóttir var kjörin ritari. Voru þau réttkjörin.

2. Erindisbréf lýðheilsuráðs (2019090424)

Drög að erindisbréfi lýðheilsuráðs lagt fram.

Lýðheilsuráð gerir athugasemd við að í 3. grein kemur fram að bæjarstjórn kjósi formann nefndar en það á sér ekki stoð í samþykktum um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Að öðru leyti samþykkir lýðheilsuráð erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu forsætisnefndar.

3. Verkefni og starfssvið lýðheilsuráðs (2019090425)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnti verkefni og starfssvið lýðheilsuráðs. Hún kynnti einnig nýjan lýðheilsufulltrúa, Guðrúnu Magnúsdóttur, og fór yfir starfssvið hennar.

4. Fundartími lýðheilsuráðs (2019090426)

Sviðsstjóra velferðarsviðs er falið að gera tillögu um fundardag ráðsins. Fundartími skal vera kl. 8:15.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2019.