10. fundur

19.08.2020 14:00

10. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn,19. ágúst 2020, kl. 14:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Þráinn Guðbjörnsson, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Samráðshópur lýðheilsustefnu (2019100079)

a. Kynning á stefnu
Gera þarf aðgerðaráætlun hvernig á að kynna markmið stefnunnar og tengja hana ábyrgðaraðilum svo sem önnur svið Reykjanesbæjar og fleiri aðila. Lýðheilsufræðingur heldur áfram að vinna í málinu. Lýðheilsuráð gerir ráð fyrir að vinnu við stefnuna verði lokið í september, fyrirhugað að kynna stefnuna í heilsuvikunni í október.

b. Heilsulæsi
Guðrún lýðheilsufræðingur kynnti hugmynd af hvernig hægt er að bæta heilsulæsi. Lýðheilsufræðing og lýðheilsuráði falið að vinna áfram í málinu og safna saman hugmyndum um hvernig hægt er að efla heilsulæsi. Guðrún lýðheilsufræðingur heldur saman hugmyndunum.

2. Heilsueflandi samfélag (2019110318)

Rætt um staðsetningar innan sveitarfélagsins með merkingum Heilsueflandi samfélag.
Nokkrar hugmyndir komu fram, Guðrún lýðheilsufræðingur ræðir við umhverfissvið. Stefnt á að skiltin verði komin 1. október nk.
Allir grunnskólar í Reykjanesbæ vilja vera með í verkefninu heilsueflandi grunnskólar og eru að fara af stað.

3. COVID-19 (2020030167)

Huga þarf að nemendum bæði grunnskóla og framhaldsskólans, sérstaklega þegar kemur að hreyfingu og félagslífi. Guðrún lýðheilsufræðingur heyrir í íþrótta- og forvarnarfulltrúa og fulltrúa Fjölbrautarskólans og fær upplýsingum um hvað og hvort hugað sé að þessum efnum.
COVID – 19 hefur áhrif á starfssemi Reykjanesbæjar, fundir hjá nefndum eru fjarfundir, þó nokkrir starfsmenn eru í fjarvinnu, 2 metra reglan er viðhöfð.
Lýðheilsuráð hvetur til þess að leiðbeiningum um sóttvarnir sé fylgt alls staðar í samfélaginu.

4. Suðurnesjaskýrsla (2019110318)

Hugmynd að halda fund með öðrum ráðum og boða fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á hann. Dagsetning ekki ákveðin.
Samþykktur var frístundastyrkur í tengslum við aðgerðaráætlunar í Suðurnesjaskýrslunni. Styrkurinn verður notaður til að búa til miðlæga heimasíðu um frístundir á Suðurnesjum. Hópurinn Heilsueflandi samfélag heldur utan um verkefnið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. september 2020.