11. fundur

09.09.2020 14:00

Fundargerð 11. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 9. september 2020, kl. 14:00

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Heilsulæsi (2019100079)

Anna Sigríður Jóhannesdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu: Heilsulæsi felst í því að einstaklingar geti skilið og hagnýtt sér upplýsingar til að stuðla að góðri heilsu. Heilsulæsi er ekki bara einstaklingurinn sjálfur, heilsulæsi nær út í umhverfið og samfélagið allt. Sá sem hefur gott heilsulæsi veit hvað hefur góð áhrif á heilsuna og getur greint hvað sé hollt og hvað sé varasamt fyrir hans eigin heilsu. Að efla heilsulæsi og heilsuhegðun er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Ég legg til að lýðheilsuráð hvetji allar stofnanir, skóla, félagsmiðstöðvar og fyrirtæki í Reykjanesbæ til að stuðla að heilsulæsi með ýmsum hætti í heilsuviku Reykjanesbæjar í október.
Lýðheilsuráð tekur vel í tillöguna og telur að þetta ætti að vera þema heilsuvikunnar sem er í október nk.

2. Heilsuvika í október 2020 (2020080544)

Lýðheilsuráð hvatt til að koma með hugmyndir eða væntingar fyrir heilsuvikuna. Viðburðir verða skipulagðir með tilliti til sóttvarna.

3. Bleikur október (2020080543)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur ræddi þá hugmyndavinnu sem stendur yfir varðandi átak í kynheilbrigði kvenna í Reykjanesbæ. Ráðgert er að það verði gert í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja varðandi fræðslu og fyrirlestra. Dagskrá verður auglýst þegar hún er tilbúin.
Lýðheilsuráð telur mikilvægt að stígið sé fastar til jarðar varðandi skimanir fyrir krabbameini kvenna á Suðurnesjum og aðgengi að þjónustu sé til staðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lýðheilsuvísar hafa gefið vísbendingar um aukna þörf á skimunum.

4. Plastlaus september (2020050171)

Plastlaus september hófst 1. september. Lýðheilsuráð hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni. Plastlaus september snýst um að koma auga á óhóflega notkun á plasti og draga úr neyslu á einnota plastumbúðum. Það er alltaf hægt að gera betur og gott er að hafa í huga að margar litlar breytingar verða að einni stórri breytingu.
Búið er að skipuleggja nokka viðburði t.d. á Bókasafninu. Viðburðirnir Reykjanesbæjar eru auglýstir á Facebook síðum viðkomandi stofnana.
Hægt er að kynna sér átakið nánar:
Reykjanesbær, Plastlaus september  
Plastlaus september

5. Allir með (2020010276)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur sagði frá verkefninu „Allir með“ sem hófst fimmtudaginn 4. september með formlegri athöfn. Búið er að gera samning við KVAN sem munu sjá um fræðslu fyrir ýmsa hópa svo sem foreldra, þjálfara, kennara og fleiri.

6. Heilsueflandi samfélag - Merkingar (2019110318)

Súlan verkefnastofa er byrjuð að gera heildstæða áætlun um merkingar og staðsetningar merkinga í sveitarfélaginu. Heilsueflandi samfélag merkingin verður með á öllum skiltum.
Undirbúningur er hafin að því að markaðssetja heilsustígana sem eina heild, forma þarf hvernig þeir verða merktir.

7. Ungmenni í Reykjanesbæ (2020030167)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur sagði frá upplýsingum frá íþrótta- og forvarnarfulltrúa sem óskað var eftir á síðasta fundi varðandi aukna þjónustu fyrir ungmenni á breyttum tímum.
Reynt er að mæta félagslegum þörfum ungmenna. 88 – húsið hefur sett upp dagskrá fyrir framhaldsskólaaldurinn að auki.

Fylgigögn:

Lýðheilsa í Reykjanesbæ

8. Heilsuefling (2020080547)

Anna Sigríður Jóhannesdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Mikilvægt er að huga vel að heilsunni þegar fólk hefur misst atvinnu, bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég legg til að Reykjanesbær bjóði öllum sem hafa misst vinnu að nota sundlaugina sér að kostnaðarlausu í ákveðin tíma. Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag og við stuðlum að heilsu allra íbúa og hvetjum fólk til að huga að sinni eigin heilsu.„
Lýðheilsuráð tekur vel í tillöguna og vísar henni til lýðheilsufræðings sem mun vinna kostnaðarmat og eiga samtal við Vinnumálastofnum um samstarf um verkefnið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 15. september 2020.