14. fundur

10.12.2020 14:00

14. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 10. desember 2020, kl. 14:00

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari. 

1. Lýðheilsustefna (2019100079)

Ráðið fór yfir athugasemdir er bárust frá nefndum og ráðum. Stefnan uppfærð og fer til seinni umræðu í bæjarstjórn 15. desember nk.

2. Gönguskíðasvæði (2020040026)

Guðrún Magnúsdóttir kynnti Sporið sem er gönguskíðabraut og er falið að vinna hugmyndina áfram.

Fylgigögn:

Sporið- kynning

3. Lýðheilsuáherslur í samfélagsrannsókn (2020080157)

Lýðheilsuráð leggur áherslu á að í fyrirhugaðri samfélagsrannsókn verði sérstaklega spurt um andlega og líkamlega heilsu íbúa ásamt nærumhverfi. Lýðheilsuráðsfulltrúar hvattir til að senda hugmynd af spurningum til lýðheilsufræðings.

Fylgigögn:

Suðurnes - Stöðumat og aðgerðaráætlun

4. Líðan í Covid-19 (2020030167)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir rannsókn Embættis landlæknis á líðan þjóðarinnar á tímum Covid 19. Rannsóknin var framkvæmd á fyrripart ársins og lauk í byrjun sumars. Fram kom að líðan í fyrstu bylgju var betri að mörgu leyti en ætla mætti. Ljóst er þó að faraldurinn er að hafa veruleg áhrif á líðan margra í seinni bylgjum og sökum atvinnuleysis sé staðan slæm í Reykjanesbæ. Mikilvægt er að skoða áhrif faraldursins í seinni bylgjum og nýta vel leiðbeiningar stofnunarinnar til þess að huga markvisst að heilsueflingu íbúa við þessar aðstæður.

Fylgigögn:

HCN Conference 2020
Heilsa og líðan Íslendinga á tímum Covid-19

5. Framfaravogin (2019051066)

Kynning var haldinn fyrir kjörna fulltrúa á nýjustu niðurstöðum úr Framfaravoginni og fór Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi yfir niðurstöðurnar.
Markmið Framfaravogarinnar er að draga fram stöðu félagslegra framfara í samfélaginu og um leið að sýna hvar og hvað má betur fara. Framfaravogin á að virka sem vegvísir til að hjálpa sveitarfélögum að byggja upp umhverfi og innviði sem stuðla að félagslegu öryggi, heilbrigðum lífsháttum og samfélagslegri þátttöku allra íbúa. Lýðheilsuráð telur mikilvægt að Reykjanesbær setji sér raunhæf markmið og skilgreini verkefni þannig að Framfaravogin nýtist á þann hátt sem ætlast er til.
Lýðheilsuráð leggur til að skipaður verði þverfaglegur samráðshópur með þátttöku sérfræðinga allra sviða undir stjórn lýðheilsufulltrúa.

6. Fjárhagsáætlun, lýðheilsumál (2020060158)

Það viðbótarfjármagn sem ætlað er til málaflokksins mun nýtast til þess að sinna heilsueflandi verkefnum bæjarbúa á næsta ári, en er að sjálfsögðu ekki tæmandi þar sem lýðheilsumiðuð verkefni greinast niður á önnur svið að auki. Má þar nefna íþrótta- og tómstundamál, Janusarverkefni og göngu- og hjólastíga, svo eitthvað sé nefnt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. desember 2020.