17. fundur

11.03.2021 15:00

17. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 11. mars 2021, kl. 15:00

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttirr ritari.

1. Sykursýkismóttaka (2021030194)

Lýðheilsuráð óskar eftir kynningu á hreyfiverkefni sykursýkismóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og tekur vel í mögulegt samstarf.

2. Heilsu- og göngustígar (2020021338)

Á fundinn mættu Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfissviðs og kynntu heilsustíga og fyrirhugaðar framkvæmdir.

3. Lýðheilsustefna (2019100079)

A. Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur fór yfir aðgerðaáætlun lýðheilsustefnunnar 2021.
B. Kynningarmyndband sýnt um lýðheilsustefnu Reykjanesbæjar. Myndbandið verður birt á næstunni.

4. Barna- og ungmennahátíð (2021030197)

Lýðheilsuráð leggur til að heilsa og vellíðan verði þema barna- og ungmennahátíðar sveitarfélagsins árið 2021.

5. Þjónustu- og gæðastefna – Beiðni um umsögn (2021020193)

Drög að þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.
Lýðheilsuráð fagnar þjónustu- og gæðastefnu Reykjanesbæjar.

Samþykkt var að bæta eftirfarandi máli á dagskrá:

6. Málefni aldraða (2021030252)

Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kom og kynnti lýðheilsu í Reykjavík, sérstaklega málefni aldraðra.
Lýðheilsuráð þakkar Helgu Margréti fyrir góða kynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. mars 2021.