18. fundur

08.04.2021 14:00

18. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 8. apríl 2021 kl. 14:00

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Framfaravogin (2019051066)

Lýðheilsuráð telur mikilvægt að nýta mælikvarða lýðheilsuvísa í aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar varðandi lýðheilsustefnu þar sem Framfararvog er verkefni sem enn er í þróun.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða niðurstöður Framfaravogarinnar

2. Sumar í Reykjanesbæ (2021040031)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur óskaði eftir hugmyndum að heilsutengdum verkefnum varðandi virka þátttöku og hreyfingu íbúa í sumar. Lýðheilsuráð ræddi margar góðar hugmyndir m.a. heilsutengdan ratleik fyrir börn og unglinga. Nefndarmenn eru hvattir til þess að senda inn hugmyndir en allar upplýsingar um starfið í sumar fara inn á vefinn fristundir.is. Lýðheilsuráð felur lýðheilsufulltrúa að auglýsa heilsustíga og heilsutengd verkefni sérstaklega með sérstakri undirsíðu á vef bæjarins sem stefnt er á að verði klár fyrir næsta fund ráðsins.

3. Lýðheilsuvísar 2020-2021 (2021040032)

Lýðheilsuráð felur lýðheilsufulltrúa að óska eftir niðurstöðum lýðheilsuvísa fyrir Reykjanesbæ sérstaklega og skýringum frá Embætti landlæknis varðandi marktækan mun á heilsufarslegri útkomu þannig að í framhaldi sé hægt að bregðast sérstaklega við með raunhæfum aðgerðum.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða Lýðheilsuvísa 2020 fyrir Suðurnes

4. Hreyfivika UMFÍ (2021040033)

Hreyfivika UMFÍ er áætluð 25. maí til 1. júní nk. Reykjanesbær mun taka virkan þátt í hreyfivikunni að vanda. Stefnt er að því að vígja upphitaða göngubraut í kringum nýjan gervigrasvöll við setningu hreyfivikunnar.

 

Lýðheilsuráð samþykkti að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

5. Umsagnarmál frá nefndasviði Alþingis (2021010117)

Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.

Með því að smella hér opnast frumvarpið

Lýðheilsuráð felur lýðheilsufulltrúa að gera drög að umsögn Reykjanesbæjar varðandi þingsályktunartillögu um lýðheilsustefnu til ársins 2030 sem nú hefur verið sett í samráðsgátt.

Lýðheilsufulltrúi í samráði við lýðheilsuráð mun senda inn umsögn varðandi lýðheilsustefnuna.

Frestur til umsagnar er 21.apríl.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:41. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. apríl 2021