23. fundur

28.10.2021 14:00

23. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Hljómahöll, 28. október 2021, kl. 14:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Aðgerðaáætlun 2022 (2021040032)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir tillögur að helstu áherslum í nýrri aðgerðaráætlun fyrir 2022. Ákveðið var að heilbrigt mataræði yrði aðalþema fyrir árið 2022.

2. Umsókn í Lýðheilsusjóð (2021100454)

Umsóknir í Lýðheilsusjóð þurfa að berast fyrir 15. nóvember 2021. Lýðheilsuráð mun sækja um lýðheilsustyrk fyrir aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefn og hreyfingu.

3. Fjölgun íþróttatíma í grunnskólum Reykjanesbæjar (2021080348)

Lýðheilsuráð felur lýðheilsufulltrúa að vinna áfram að verkefninu í samstarfi við fræðslustjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa.

4. Markaðssetning á heilsueflandi samfélagi (2019050505)

Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála mætti á fundinn. Rætt var um hugmyndir vegna frekari markaðssetningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. nóvember 2021.