24. fundur

23.11.2021 14:00

24. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 23. nóvember2021, kl. 14:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Heilsuefling vinnustaða (2021110443)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi tók fyrir umræðu um heilsueflingu á vinnustöðum hjá stofnunum og fyrirtækjum í Reykjanesbæ.

Lýðheilsuráð óskar eftir því að lýðheilsufulltrúi haldi áfram að vinna að heilsueflandi vinnustöðum og stofnunum og kanni möguleika á því að fara af stað með heilsueflandi vinnustað í samstarfi við sviðsstjóra fræðslusviðs.

2. Hreyfiátak fullorðinna (2021110444)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi lagði fram hugmynd um að efla til hreyfiátaks fullorðinna en samkvæmt lýðheilsuvísum fyrir Suðurnes þá eru fleiri fullorðnir sem stunda enga rösklega hreyfingu.

Lýðheilsuráð leggur áherslu á auglýsingar um vegalengdir og staðsetningu heilsustíga í sveitarfélaginu verði aðgengilegar á nýju ári til þess að auka hreyfingu fullorðinna. Ráðið hvetur til aukinnar þátttöku bæjarbúa í heilsutengdum viðburðum, svo sem lífshlaupið.

3. Aukin hreyfing barna (2021080348)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir framkvæmd og framhald verkefnisins.

4. Heilsueflandi viðburðir 2022 (2021080347)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi ræddi hugmyndir að heilsueflandi viðburðum fyrir árið 2022 og var tekin ákvörðun um að hafa einn heilsueflandi viðburð í hverjum mánuði sem munu birtast á viðburðadagatali á visitreykjanesbaer.is og fleiri stöðum.

5. Kynning á skýrslu – Samfélagsgreining á Suðurnesjum: Lífsgæði, virkni og líðan íbúa (2021030491)

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála mætti á fundinn og var með erindi um nýja skýrslu frá Félagsvísindastofnun og fór yfir helstu niðurstöður skýrslunnar er snúa að heilsu og líðan íbúa á Suðurnesjum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. desember 2021.