25. fundur

11.01.2022 14:00

25. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 11. janúar 2022, kl. 14:00

Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Aðgerðaáætlun 2022 (2021040032)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir aðgerðaáætlun fyrir 2022 og voru lýðheilsuverkefni forgangsröðuð í samráði við lýðheilsuráð.

2. Hreystiæfingar - Keilir (2022010103)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi sýndi afrakstur samstarfs heilsuakademíu Keilis og Reykjanesbæjar sem nefnist – Komdu út að æfa, en þetta eru myndbönd af hreystiæfingum sem munu verða notaðar á hreyfistöðvum bæjarfélagsins til þess að virkja íbúa til aukinnar hreyfingar. Ákveðið var að stefna að því að gera myndböndin aðgengileg fyrir bæjarbúa við fyrsta tækifæri með því að auglýsa þau sem víðast.

Fylgiskjöl:

Hreyfistöðvar - Reykjanesbær

3. Lýðheilsuvísar 2021 (2021040032)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi gerði grein fyrir nánari sundurliðun á lýðheilsuvísum fyrir hvert sveitarfélag á Suðurnesjum en þessum upplýsingum var kallað eftir frá Embætti landlæknis að beiðni lýðheilsuráðs.

4. Heilsueflandi samfélag (2019050505)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór lauslega yfir gátlistana inn á heilsueflandi.is, sem er á vegum Embætti landlæknis, og hvaða viðmið þarf að uppfylla og leggja áherslu á fyrir Reykjanesbæ.

5. Heilsueflandi viðburðir 2022 (2021080347)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi kynnti fyrsta viðburð á nýju ári ásamt komandi viðburðum á næstunni.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. janúar 2021.