- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Kristín Gyða Njálsdóttir, Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi greindi frá rýnihóparannsókn um lýðheilsu á Suðurnesjum sem er í undirbúningi og verður framkvæmd af Félagsvísindastofnun á næstu vikum. Rannsóknin er unnin sem framhald af stærra samfélagsgreiningar verkefni á Suðurnesjum.
Um langt skeið hefur verið kallað eftir opnum fjölskyldutímum í íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ. Tilgangurinn er að foreldrar geti komið saman og stundað íþróttir með börnum sínum.
Lýðheilsuráð tekur undir þær hugmyndir og beinir til lýðheilsufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra og kostnaðarmeta hugmyndirnar um fjölskyldutíma í Reykjanesbæ til eflingar heilsu og samveru íbúa í bæjarfélaginu.
Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir þá viðburði sem eru framundan í mars. Framundan er Mottumars sem er átak til að vekja athygli á krabbameini karlmanna og rafrænir fyrirlestrar fyrir fullorðna og ungmenni um mikilvægi svefns.
Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu mætti á fundinn og kynnti nýja vefsíðu hjá Reykjanesbæ, visitreykjanesbaer.is. Hún sýndi nefndarmönnum með hvaða hætti vefsíðan nýtist bæjarbúum og ferðamönnum, en á síðunni mun verða hægt að sjá alla viðburði og afþreyingu sem snúa að menningu, útivist og o.fl. tengt mannlífi í Reykjanesbæ.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. febrúar 2022.