- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir:Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur segir frá umsókn í lýðheilsusjóð sem sótt var um 4. nóvember sl. Sótt var um styrk til að gera rannsókn sem miðar að því að gera grunnlínumælingu á aðstæðum Suðurnesja á þeim vaxtartímamótum sem svæðið stendur frammi fyrir. Það verði gert með því að kalla fram viðhorf íbúa til samfélagsins, upplýsingar um líðan þeirra og félagslega þátttöku með áherslu á niðurstöðum úr Lýðheilsuvísum undanfarin ár.
Rannsóknin verður samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja ef nægilegir styrkir fást fyrir verkefninu.
Rætt um stefnumótun lýðheilsumála í samstarfi við íbúa, hagsmunaaðila og sérfræðinga í Reykjanesbæ. Rætt um kortlagningu og mælikvarða á lýðheilsu í sveitarfélaginu. Lýðheilsufulltrúa er falið að gera drög að stefnu.
Reykjanesbær hefur verið frá árinu 2016 þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefur verkstjórn verið hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa en færist nú til lýðheilsufræðings.
Samstarf Reykjanesbæjar og Landlæknis
Farið yfir næstu skref í samstarfi Reykjanesbæjar, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og annarra sveitafélaga á Suðurnesjunum um Heilsueflandi samfélag. Lýðheilsufræðingur kallar á fund.
Viljayfirlýsing um samstarf vegna heilsueflingar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 19. nóvember 2019.