32. fundur

18.10.2022 14:00

32. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12, 18. október 2022, kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Barnvænt sveitarfélag (2020021548)

Hjörtur Magni Sigurðsson verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags mætti á fundinn og kynnti drög að aðgerðaáætlun Reykjanesbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindafræðslu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga á vegum UNICEF Akademíunnar, sem er rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi.

Óskað er eftir umsögnum um áætlunina. Ef fundarmenn vilja senda inn umsagnir er þeim bent á að senda þær til formanns sem mun koma þeim áleiðis.

2. Lýðheilsa á Suðurnesjum (2022020201)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi kynnti niðurstöður rýnihóparannsóknar, Lýðheilsa á Suðurnesjum, sem var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Reykjanesbæ.

Lýðheilsuráð óskar eftir gögnum um nýtingu á sálfræðiþjónustu sem stóð til boða í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hvort til séu gögn um það hversu mörgum málum var vísað áfram til áframhaldandi úrræða og afhverju þessi þjónusta var lögð niður.

3. Aðgerðaáætlun 2023 (2022090294)

Lýðheilsuráð lagði fram tillögur að helstu forgangsmálum og áherslum fyrir aðgerðaáætlun fyrir 2023. Ákveðið var að geðrækt yrði aðalþemað fyrir aðgerðaráætlun ársins 2023 með áherslu á andlega heilsu fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldskólanema og eldri borgara.

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi upplýsti lýðheilsuráð um stöðu mála varðandi kostnaðarmat við að bjóða upp á hafragraut fyrir grunnskólabörn í Reykjanesbæ.

4. Heilsu- og forvarnarvika 2022 (2022080263)

Mjög góð þátttaka var í Heilsu- og forvarnarviku meðal bæjarbúa og buðu stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir viðburði liðinnar heilsu- og forvarnarviku og þakkar þátttakendum sem og Hafþóri Birgissyni íþrótta- og tómstundafulltrúa og markaðsteymi Súlunnar fyrir samstarfið.

5. Heilsueflandi viðburðir 2022 (2021080347)

Bleiki dagurinn var haldinn þann 14. október sl. og í tilefni þess var haldinn opinn dagur á HSS þar sem konum í Reykjanesbæ var boðið upp á heilsufarsmælingar, fræðslu frá Krabbameinsfélaginu og léttar veitingar. Verkefnið var unnið í sameiningu af lýðheilsuráði Reykjanesbæjar, HSS og Krabbameinsfélagi Suðurnesja.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2022.