33. fundur

15.11.2022 14:00

33. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Hljómahöll 15. nóvember 2022 kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi, Rakel Rán Unnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Aðgerðaáætlun 2023 (2022090294)

Lýðheilsuráð lagði lokahönd á vinnu við aðgerðaáætlun 2023, helstu áherslur 2023 er geðrækt með áherslu á unglinga og ungmenni.

2. Heilsueflandi viðburðir 2022 (2021080347)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir viðburði nóvember og desember mánaðar. Í nóvember verður námskeið um næringarríkt nammi sem haldið verður miðvikudaginn 23. nóvember á bókasafni Reykjanesbæjar, þar sem áhersla verður lögð á hollari hráefni. Viðburður desember mánaðar verður aðventuganga með áherslu á hreyfingu og samveru fjölskyldunnar.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða upplýsingar um námskeiðið um næringarríkt nammi. 

3. Ungmennaráð og geðrækt (2022110223)

Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs var gestur fundarins og kynnti lykiláherslur að bættri andlegri heilsu ungmenna ásamt Rakeli Rán Unnarsdóttur lýðheilsufulltrúa ungmennaráðs. Ákveðið var að auka samstarf á milli lýðheilsuráðs og ungmennaráðs til að stuðla að bættu geðheilbrigði unglinga og ungmenna.

Lýðheilsuráð þakkar ungmennaráði fyrir frábæra kynningu.

4. Sálfræðiþjónusta í Fjölbrautarskóla Suðurnesja (2022020201)

Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ var gestur fundarins og veitti innsýn í þjónustusamning um sálfræðiþjónustu sem sveitarfélagið hafði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Lýðheilsuráð þakkar Einari fyrir greinagóða kynningu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. desember 2022.