4. fundur

08.01.2020 08:15

4. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 8. janúar 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Jóhann Friðrik Friðriksson formaður, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi var í símasambandi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Stefnumótun í lýðheilsumálum (2019100079)

Sýnt var myndbandið „What is public health“ sem skilgreinir á einfaldan hátt hvað lýðheilsa er. Jóhann Friðrik Friðriksson formaður ræddi efni myndbandsins ásamt verkefnum ráðsins. Eitt af fyrstu verkefnum ráðsins verður að kynna lýðheilsu. Meðal annars að fá kostnaðarmat á að gera sambærilegt myndband á íslensku.
Lýðheilsustefnan er í vinnslu, lýðheilsufulltrúi er að safna saman gögnum og verður væntanlega tilbúin með drög að henni fyrir næsta fund ráðsins og kemur með tillögur að aðgerðaráætlun. Lýðheilsustefna á að vera í samræmi við stefnu Reykjanesbæjar og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Fylgigögn:

Lýðheilsustefna og aðgerðaráætlun Velferðarráðuneytis

2. Framfaravog sveitarfélaganna (2019051066)

Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufræðingur kynnti framfaravog sveitarfélaganna, niðurstöður hennar og næstu skref.

Fylgigögn:

Tengill á síðu um framfaravogina

3. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (2019051904)

Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og verkefnastjóri Reykjanesbæjar um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, mætti á fundinn og kynnti stefnu Reykjanesbæjar.

4. Heilsueflandi samfélag á Suðurnesjunum (2019050330)

Málinu frestað.

5. Starfsáætlun velferðarsviðs (2019120103)

Málinu frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. janúar 2020.