44. fundur

30.01.2024 13:30

44. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn í Reykjaneshöll og á Tjarnargötu 12 þann 30. janúar 2024, kl. 13:30

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúi, Perla Dís Gunnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Kynning á hegðun og líðan barna í 5. - 10. bekk í Reykjanesbæ (2023110263)

Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur frá Rannsóknum og greiningu kynnti niðurstöðu rannsókna á hegðun og líðan barna í 5. – 10. bekk.

Lýðheilsuráð þakkar Margréti Lilju fyrir góða kynningu og skorar á foreldrafélögin að standa fyrir kynningu á þessum niðurstöðum fyrir foreldra í öllum skólum og að ungmennin fái líka kynningu á þessum niðurstöðum.

Fylgigögn:

Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í  5.-7. bekk

Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8.-10. bekk

2. Barna- og ungmennaþing Reykjanesbæjar 19. október 2023 - niðurstöður (2023110099)

Ólafur Bergur Ólafsson umsjónarmaður ungmennaráðs og Perla Dís Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs kynntu niðurstöður barna- og ungmennaþings 2023 fyrir hönd ungmennaráðs.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir góða kynningu og hrósar umsjónarmanni og ráðinu í heild fyrir faglega nálgun á málefnum ungs fólks.

3. Lífshlaupið 7. - 27. febrúar 2024 (2024010415)

Lífshlaupið 2024 hefst þann 7. febrúar nk. Lýðheilsuráð skorar á íbúa, stofnanir og fyrirtæki að vera með í þessu mikilvæga verkefni. Kynning á verkefninu og skráning fara fram á vef Lífshlaupsins og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt og fá alla fjölskylduna með sér í verkefnið.

Fylgigögn:

Lífshlaupið - auglýsing

4. Aðgengis- og öryggismál við Nettóhöllina og Fimleikaakademíuna (2021120337)

Lýðheilsuráð tekur undir með menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði.

Íþrótta- og tómstundaráð auk menntaráðs hafa undanfarna mánuði fjallað um frístundaakstur barna. Það mál stendur þannig að hætt verður að sækja börn úr íþróttastarfi og keyra þau til baka til frístundaheimilanna, breytingin tekur gildi frá og með 10. febrúar næstkomandi.

Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 var samþykkt að leggja 20 milljónir króna í verkefnið „Umferðaröryggi barna“. Vegna aðstæðna sem skapast hafa við Reykjaneshöll og við Fimleikaakademíuna, þar sem mikill fjöldi barna kemur saman daglega auk mikillar umferðar, leggur Íþrótta- og tómstundaráð áherslu á að verkefninu „Umferðaröryggi barna“ verði hrundið af stað sem allra fyrst og leggur áherslu á að verkefnið hefjist á að greina umferð og aðstæður við umrædd mannvirki.

Lýðheilsuráð leggur til að málinu verði vísað til umhverfis- og skipulagsráðs og hafist verði handa við verkefnið sem allra fyrst.

5. 30 ára afmæli Reykjanesbæjar 11. júní 2024 (2024010135)

Reykjanesbær er 30 ára í ár og því ber að fagna. Í tilefni afmælisársins hefur verið opnað fyrir umsóknir í afmælissjóð sem allir geta sótt um styrk í vegna verkefna og viðburða sem tengjast afmælishátíðinni. Hvetur lýðheilsuráð íbúa til að sækja um styrki á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Frétt um afmælissjóðinn á vef Reykjanesbæjar

Rafræn umsókn um styrk úr afmælissjóði Reykjanesbæjar

6. Hvatagreiðslur eldra fólks í Reykjanesbæ (2023050588)

Hafþór Barði Birgisson sagði frá mjög góðum viðtökum við hvatagreiðslum 67 ára og eldri. Ljóst er að eldri borgarar hafa svarað kallinu og hyggjast nýta sér hvatagreiðslurnar til hvatningar á hreyfingu sem er svo mikilvæg, ekki síst fyrir eldri borgara.

Fylgigögn:

Reglur um hvatagreiðslur eldra fólks í Reykjanesbæ

Hvatagreiðslur eldra fólks í Reykjanesbæ

7. Netöryggisdagurinn 6. febrúar 2024 (2024010428)

Lýðheilsuráð minnir á Netöryggisdaginn sem haldinn er árlega. Hann fer fram 6. febrúar. Nú sem endranær er mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum mikilvægi þess að fara varlega á netinu.

Lýðheilsuráð tekur undir með heilráðum SAFT:

,,Börn og ungmenni þurfa leiðsögn hvernig þau eiga fóta sig í heimi samskipta á netinu. Hlutverk foreldra er mikilvægt í stafrænu uppeldi og foreldrar verða að kunna að ræða við börn sín um það sem fer fram á netinu, bæði það jákvæða og neikvæða. Foreldrar eiga að kynna sér það sem börnin og ungmennin þeirra gera á netinu og fræða þau um hætturnar sem þar leynast. Börn og ungmenni eiga að geta treyst á að þau geti leitað til foreldra sinna þegar þau lenda í einhverju á netinu.

SAFT býður upp á símaráðgjöf í síma 516-0100 fyrir foreldra sem þurfa ráð um stafrænt uppeldi ásamt því að bjóða upp á foreldrafræðslu fyrir skóla og foreldrafélög um allt land.“

Fylgigögn:

Alþóðlegi netöryggisdagurinn

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.02. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2024.