48. fundur

14.05.2024 14:00

48. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. maí 2024, kl. 14:00

Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Lýðheilsuráð samþykkti samhljóða að tekið yrði á dagskrá málið Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 7.

1. Skólaforðun og forvarnir (2024040313)

Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur Reykjanesbæjar mætti á fundinn og ræddi um skólaforðun og forvarnir gegn henni.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu.

2. Vinnustofa Fjörheima og FFGÍR sem haldin var 15. apríl sl. (2023110262)

Lýðheilsuráð þakkar Fjörheimum og FFGÍR fyrir vel skipulagða vinnustofu um málefni barna sem haldin var 15. apríl sl. og tekur undir mikilvægi þess að forvarnaraðilar, skólasamfélagið og foreldrar taki höndum saman til að stuðla að velferð barna og ungmenna í Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Tökum höndum saman - vinnustofa

Tökum höndum saman - auglýsing

Gamlar fréttir - miðbær Reykjanesbæjar

3. Fundargerð Samtakahópsins 17. apríl 2024 (2024030167)

Fundargerð Samtakahópsins frá 17. apríl 2024 lögð fram.

4. Niðurstöður farsældarþings (2024050047)

Niðurstöður farsældarþings lagðar fram.

5. Græn svæði í Reykjanesbæ (2024050044)

Berglind Ásgeirsdóttir umhverfisstjóri mætti á fundinn og fjallaði um græn svæði sveitarfélagsins og hverjar séu horfur í þeim málum.

Lýðheilsuráð leggur áherslu á að stefnt sé að fjölgun grænna svæða enda mikið lýðheilsumál fyrir íbúa Reykjanesbæjar.

6. Sumar í Reykjanesbæ 2024 (2023010324)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fór yfir það helsta sem verður boðið upp á í íþrótta- tómstunda- og lýðheilsumálum Reykjanesbæjar sumarið 2024. Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér framboðið á vefsíðunni fristundir.is

Fylgigögn:

Sumar í Reykjanesbæ 2024

Frístundir.is

7. Snjallsímalausir grunnskólar (2023030312)

Gögn lögð fram.

Erindi frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. maí 2024.