- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Sveindís Valdimarsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Magnús Einþór Áskelsson boðaði forföll. Sveindís Valdimarsdóttir sat fundinn fyrir hann.
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgdi fundargerð Samtakahópsins úr hlaði.
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar rýndi í könnun sem gerð var fyrir skemmstu með starfsfólki grunnskóla varðandi snjallsíma í skólanum.
Að auki var farið yfir gögn frá Akureyri en frá og með næsta hausti verður símafrí í grunnskólum Akureyrar.
Lýðheilsuráð leggur til að þessi mál verði skoðuð nánar hjá Reykjanesbæ.
Fylgigögn:
Símafrí í grunnskólum í byrjun næsta skólaárs hjá Akureyrarbæ
Frétt - Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára
Niðurstöður könnunar frá starfsfólki grunnskóla
Hafþór Birgisson sagði frá því að fulltrúar frá embætti landlæknis hyggist kynna nýja lýðheilsuvísa í Reykjanesbæ þann 17. september nk. Viðburðurinn verður auglýstur nánar er nær dregur.
Fylgigögn:
Kynning á lýðheilsuvísum á vegum embætti landlæknis
Kristján Freyr Geirsson varðstjóri forvarna hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum fór yfir fyrirlestur varðandi hjálmanotkun o.fl. sem hann býður upp á í Vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2024.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu.
Fylgigögn:
Forvarnardagur Vinnuskóla Reykjanesbæjar - kynning
Lýðheilsuráð tekur undir áskorun Samanhópsins um mikilvægi samveru fjölskyldunnar og minnir á mikilvægi þess að tryggja öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar.
Að auki er vert að minna á grunngildin sem eru að leyfa ekki eftirlitslaus partý og sumarbústaðarferðir og alls ekki að kaupa áfengi fyrir börn yngri en 20 ára.
Fylgigögn:
Leyfum ekki eftirlitslaus partý og sumarbústaðaferðir
Kaupum ekki áfengi fyrir ungmenni undir 20 ára aldri
Hvetjum til samveru fjölskyldunnar
Tryggjum öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar
Tryggjum öruggt og ofbeldislaust íþrótta- og æskulýðsstarf í sumar
Lýðheilsuráð fór yfir 30 mikilvægar hugmyndir frá Þorgrími Þráinssyni sem hann hefur nefnt Eldhugarnir.
Heilræði Þorgríms Þráinssonar eru mikilvæg fyrir allar fjölskyldur að tileinka sér.
Fylgigögn:
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti lýðheilsuráð um áherslur Vinnuskólans sumarið 2024.
Fylgigögn:
Kynning frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2024
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar óskar íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með 30 ára afmælið og hvetur bæjarbúa til að taka þátt í skipulögðum viðburðum sem eru haldnir í tilefni afmælisins og hægt er að kynna sér á 30ara.is.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.38. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 20. júní 2024.