- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Magnús Einþór Áskelsson og Sveindís Valdimarsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúi, Perla Dís Gunnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir boðaði forföll. Sveindís Valdimarsdóttir sat fundinn í hennar stað.
Lýðheilsuráð samþykkir einróma að taka á dagskrá Gulur September (2024090038). Fjallað er um málið undir dagskrárlið 9.
Svala Rún Magnúsdóttir aðstoðarforstöðumaður Vinnuskólans mætti á fundinn og sagði frá starfsemi Vinnuskólans sem gekk afar vel í sumar.
Lýðheilsuráð þakkar Svölu fyrir flotta kynningu og vill koma á framfæri kærum þökkum til ungmenna og stjórnenda sem störfuðu í Vinnuskólanum í sumar.
Fylgigögn:
Vinnuskóli Reykjanesbæjar - samantekt eftir sumarið
Jón Ragnar Magnússon umsjónarmaður Brúarinnar, ný félagsmiðstöð í Háaleitisskóla á Ásbrú mætti á fundinn og kynnti væntanlega starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu og lýsir yfir ánægju með að félagsmiðstöðin Fjörheimar séu að útvíkka starfsemi sína út í hverfin.
Fylgigögn:
Brúin - félagsmiðstöð Háaleitisskóla
Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima og 88 Hússins og Ólafur Bergur Ólafsson frístundaráðgjafi mættu á fundinn og kynntu Flotann flakkandi félagsmiðstöð sem byggð er upp á Flotanum í Reykjavík. Um er að ræða mjög áhugavert forvarnarviðbragð í Reykjanesbæ. Að auki var sagt frá viðbragði forvarnaraðila sem verður viðhaft um Ljósanæturhelgina.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu og skorar á foreldra að fylgjast vel með ungmennunum sínum og skilja börnin ekki eftir eftirlitslaus á hátíðarsvæðinu.
Fylgigögn:
"Flotinn" - flakkandi félagsmiðstöð
Lýðheilsuráð fór yfir tilkynningu til foreldra um að taka samtalið við börnin sín um að allir skemmti sér fallega í Ljósanæturhátíðinni.
Fylgigögn:
Skemmtum okkur fallega á ljósanótt
Lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar fer fram 30. september til 6. október. Skipulagning er að hefjast.
Lýðheilsuráð hvetur stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga til að skipuleggja viðburði og taka virkan þátt í lýðheilsu- og forvarnarvikunni.
Fylgigögn:
Lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar
Lýðheilsuráð skorar á íbúa að aka varlega, spenna beltin og að öll sem eitt beri endurskinsmerki.
Fylgigögn:
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir þau íþrótta- og tómstundatilboð sem eru komin á fristundir.is.
Fylgigögn:
Með því að smella hér ferðu inná vef Frístunda.is
Lýðheilsuráð vill hrósa Keflavík og Njarðvík fyrir að standa fyrir lýðheilsunámskeiðum fyrir 60 + og minnir á kynningarfund um verkefnið 16. september kl. 15.00 í
íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Fylgigögn:
Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri
Upplýsingar um Frísk í Reykjanesbæ
Lýðheilsuráð minnir á Gulan september sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.46. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. september 2024.