- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri heilsueflandi samfélags frá Embætti landlæknis, mætti á fundinn og kynnti niðurstöðu lýðheilsuvísa fyrir árið 2024.
Lýðheilsuráð þakkar Gígju fyrir góða kynningu og mun áfram vinna með niðurstöður lýðheilsuvísa.
Fylgigögn:
Heilsueflandi samfélag - kynning frá Embætti landlæknis
Lýðheilsuvísar Reykjanesbæjar 2024
Fundargerð Samtakahópsins frá 24. september 2024 lögð fram.
Lýðheilsuráð vill þakka Gunnhildi Gunnarsdóttir forstöðumanni Fjörheima og 88 Hússins fyrir að skipuleggja þennan mikilvæga viðburð sem markar viðspyrnu í þeirri ofbeldishrinu sem hefur verið á Íslandi undanfarið ár.
Fylgigögn:
Forvarnardagur 7. nóvember 2024
Lýðheilsuráð vill minna á brjóstaskimun í Reykjanesbæ dagana 20. – 21. nóvember og 23. – 27. nóvember. Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að panta tíma eins fljótt og auðið er. Ráðið vill einnig minna á að kostnaður við skimun er einungis 500 kr.
Fylgigögn:
Lýðheilsuráð minnir á Bleikan október og hvetur öll til að kynna sér átakið inn á vefsíðu krabbameinsfélagsins.
Fylgigögn:
Með því að smella hér ferðu inn á vefsíðu Bleiku slaufunnar
Lýðheilsuráð þakkar eldra fólki fyrir góðar viðtökur í verkefninu hvatagreiðslur 67 ára og eldri sem hófust 1. janúar sl. og minnir jafnframt á að þau sem ekki eru búin að nýta sínar hvatagreiðslur að fullu geta hringt á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar í síma 421-6700 og/eða með því að senda tölvupóst á hvatagreidslur@reykjanesbaer.is til að kanna eftirstöðvar hvatagreiðslna. Vakin er sértök athygli á mikilvægi þess að nýta hvatagreiðslur sínar innan almanaksársins þar sem þær fyrnast um áramót.
Fylgigögn:
Hvatagreiðslur 67 ára og eldri - auglýsing
Í lýðheilsu- og forvarnarviku afhenti Ingibjörg B. Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi leikskólastjórum segla með ráðleggingum um hollt fæði fyrir börn í skólunum þeirra. Leikskólastjórarnir dreifðu þeim svo til foreldra. Samkvæmt rannsóknum eru fiskur, heilkorn, ávextir og grænmeti lykilþættir í næringu barna.
Fylgigögn:
Afhending segla til leikskóla
Seglar - hollt mataræði
Þakkir að lokinni lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar
Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar skorar á Alþingi Íslendinga að heimila ekki netsölu áfengis hérlendis. Það er mat lýðheilsuráðs að aukið aðgengi að áfengi stuðli að aukinni áfengisneyslu.
Bæjarráð óskar eftir umsögn um drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir drög að mannréttindastefnu Reykjanesbæjar og telur stefnuna vel unna. Ráðið felur Bjarneyju Rut Jensdóttur formanni lýðheilsuráðs að koma umsögnum ráðsins áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. nóvember 2024.