- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Hilma H. Sigurðardóttir, teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir ráðgjafi í ráðgjafar- og virkniteymi mættu á fundinn og kynntu starfsemi teymisins.
Lýðheilsuráð þakkar góða kynningu.
Fundargerð Samtakahópsins frá 30. október 2024 lögð fram.
Lýðheilsuráð fór yfir viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Lýðheilsuráð vill vekja athygli á greinum 4.1 og 4.2 þar sem fram kemur að öll neysla áfengis og annarra ávana- eða vímuefna er bönnuð hvar sem skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf fer fram.
Lýðheilsuráð skorar á íbúa Reykjanesbæjar að taka þátt í hvatningarátakinu Syndum dagana 1. – 30. nóvember.
Hægt er að kynna sér hvatningarátakið nánar á vefsíðunni syndum.is.
Fylgigögn:
Með því að smella hér ferðu inn á vefsíðu syndum.is
Landsátak í sundi 1. - 30. nóvember 2024
Lýðheilsuráð minnir foreldra á að hengja endurskinsmerki á sig og börnin nú þegar mesta skammdegið er í gangi.
Fylgigögn:
Á dögunum stóðu Fjörheimar félagsmiðstöð, Unglingaráð Fjörheima og Samtakahópurinn fyrir vel heppnuðum forvarnardegi fyrir ungmenni í 9. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Áherslur voru á líðan og öryggi ungmenna í samfélaginu, þar sem áhyggjur af ofbeldi og vopnaburði meðal ungmenna hafa verið í brennidepli.
Ungmenni í unglingaráði Fjörheima skipulögðu fræðsluna, ásamt því að taka virkan þátt í uppsetningu og framkvæmd forvarnardagsins.
Markmiðið var að skapa fræðandi og hvetjandi umhverfi þar sem ungmenni gætu fengið innsýn í mikilvægi forvarna og bætta líðan.
Á forvarnardeginum var boðið upp á fjóra áhugaverða fyrirlestra: Fyrirlestur um ofbeldi og vopnaburð, fyrirlestur frá barnavernd, fyrirlestur um vímuefnaneyslu og afleiðingar og fyrirlestur um sjálfstyrkingu.
Viðbrögð ungmenna voru mjög jákvæð og lýstu bæði ungmenni, starfsfólk skóla og skipuleggjendur ánægju sinni með daginn. Sérstakar þakkir til ungmenna í unglingaráði Fjörheima.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:36. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. nóvember 2024.