- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins headspace mætti á fundinn og kynnti starfsemina sem er ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir ungt fólk á Íslandi. Markmið Bergsins er að veita ungu fólki aðgengilegan stuðning, hlustun og ráðgjöf í öruggu og fordómalausu umhverfi. Með fjölbreyttum úrræðum, fræðslu og persónulegum stuðningi leitast Bergið við að efla vellíðan, sjálfsstyrk og félagslega færni ungs fólks, óháð aðstæðum þess. Þjónustan er ókeypis og aðgengileg öllum sem þurfa á stuðningi að halda.
Lýðheilsuráð telur afar mikilvægt að bæta úr stuðningi við börn og ungmenni í Reykjanesbæ varðandi lágþröskuldarþjónustu fyrir ungmenni sem er í anda þess sem ungmennaráð Reykjanesbæjar hefur kallað eftir.
Ráðið felur Díönu Hilmarsdóttur forstöðumanni Bjargarinnar og Gunnhildi Gunnarsdóttur forstöðumanni Fjörheima og 88 hússins að koma með tillögur fyrir næsta fund ráðsins sem haldinn verður 13. mars nk.
Lýðheilsuráð tekur heilshugar undir áskorun FÍÆT og telur að áfengi og íþróttastarf fari aldrei saman.
Fylgigögn:
Lýðheilsuráð þakkar stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum fyrir þátttökuna og hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að hreyfa sig eins mikið og kostur er.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins lögð fram.
Lýðheilsuráð tekur undir áhyggjur Samtakahópsins um skjánotkun barna og ungmenna og fagnar þessu framtaki að fyrirhugað sé að halda foreldrafundi um þetta mikilvæga málefni í samstarfi við Skúla Braga Geirdal frá fjölmiðlanefnd.
Lýðheilsuráð minnir á alþjóðlega netöryggisdaginn þann 11. febrúar nk.
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn, 11. febrúar nk. Haldið er upp á þennan dag víða um heim ár hvert með það að markmiði að vekja athygli á netöryggi og hvetja fólk, ekki síst börn og ungmenni, til að huga að góðum samskiptum á netinu. Á Íslandi hefur alþjóðlegi netöryggisdagurinn verið skipulagður af SAFT sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni og er vitundarvakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi.
Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun. Ábendingalína Barnaheilla og hjálparsími Rauða krossins, 1717, eru einnig hluti af verkefninu.
Lýðheilsuráð fagnar þessu framtaki að bjóða upp á brjóstaskimun í heimabyggð og hvetur öll til þátttöku og skorar á áframhald verkefnisins.
Fylgigögn:
Lýðheilsuráð óskar Reykjanesbæ til hamingju með að vera orðið formlega barnvænt sveitarfélag.
Fylgigögn:
Reykjanesbær hlýtur viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2025.