61. fundur

22.10.2025 14:00

61. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 22. október 2025 kl. 14:00

Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir, formaður, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Magnús Einþór Áskelsson, Sveindís Valdimarsdóttir og Tanja Veselinovic.

Að auki sátu fundinn: Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Anna Lydía Helgadóttir boðaði forföll og sat Tanja Veselinovic fundinn í hennar stað.
Karítas Lára Rafnkelsdóttir boðaði forföll og sat Sveindís Valdimarsdóttir fundinn í hennar stað.

1. Hegðun, líðan og öryggi (2025100007)

Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi og Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur mættu á fundinn og kynntu þróunarverkefni skólaþjónustu menntasviðs um hegðun, líðan og öryggi sem felst í námskeiði fyrir starfsfólk grunnskóla og leikskóla. Námskeiðið var þróað til að efla faglega færni og öryggi starfsfólks í krefjandi aðstæðum með áherslu á að styðja við nemandann.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir kynninguna og tekur undir mikilvægi þess að vinna áfram með þróun verkefnisins og fylgjast með hegðun, líðan og öryggi barna og ungmenna í sveitarfélaginu.

2. Farsæld barna á Suðurnesjum (2025060040)

Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældar barna á Suðurnesjum, mætti á fundinn og kynnti vinnu við innleiðingu farsældar barna.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir kynninguna. Ráðið leggur áherslu á að samvinna milli stofnana og þjónustuaðila er lykilatriði í farsæld barna og hvetur til áframhaldandi vinnu á því sviði.

3. Lýðheilsuvísar 2025 (2025100010)

Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, kynnti niðurstöður Lýðheilsuvísa Reykjanesbæjar fyrir árið 2025.

Fylgigögn:

Lýðheilsuvísar Reykjanesbæjar 2025
Með því að smella hér má skoða lýðheilsuvísa Embættis landlæknis

4. Lýðheilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar (2025080392)

Lýðheilsuráð þakkar öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd lýðheilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar 2025. Vikan tókst vel og ráðið hvetur til áframhaldandi samstarfs milli stofnana og félagasamtaka.

5. Bleika slaufan 2025 (2025100196)

Lýðheilsuráð minnir á Bleikan október og hvetur alla til að kynna sér átakið á vefsíðu Krabbameinsfélagsins.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða vef Bleiku slaufunnar

6. Göngustígur milli Garðs og Reykjanesbæjar (2025100238)

Lýðheilsuráð hrósar Suðurnesjabæ fyrir að hefja undirbúning að nýjum göngustíg milli sveitarfélaganna.

Nokkuð er síðan Reykjanesbær lauk við sinn hluta, og telur ráðið að um sé að ræða mikið framfaraskref fyrir íbúa svæðisins.

7. Snjalltæki í grunnskólum – drög að frumvarpi til umsagnar í samráðsgátt (2025010342)

Lýðheilsuráð fagnar því að drög að frumvarpi um snjalltæki í grunnskólum séu komin í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða mikilvægt baráttumál ráðsins sem nú er komið í góðan farveg.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:06. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2025.